Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarhópurinn og hagsmunagæsla

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er bent á að hagsmunavarsla getur leitt til óeðlilegra áhrifa einstakra aðila, veitt þeim ávinning á kostnað annarra í sömu stöðu og skekkt samkeppni. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi þar sem þeir voru leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. …. Lesa meira

Að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning

Ákveðnir hagsmunaaðilar komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi með það að markmiði að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning.   Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Lesa meira

Dagskrá Strandbúnaðar 2020

Á ráðstefnunni verða 11 málstofur, tíu kynntar núna og ein í næsta mánuði. Flutt verða um 60 erindi á Strandbúnaði 2020. Eins og á síðasta ári eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilar Strandbúnaðar 2020 verða með áhugavert fræðandi efni tengt þeirra búnaði og þjónustu.
Flest erindi á Strandbúnaði 2020 eru á íslensku. Í nokkrum málstofum verður einnig að finna erindi á ensku eða um 25% erinda.

Sjókvíaeldi laxfiska – Vinnubrögð stjórnmálamanna og stjórnsýslunnar

Undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga.

Síðastliðið vor var öllum alþingismönnum sent bréf þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákv. tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. … Lesa meira

Dagskrádrög Strandbúnaðar 2020

Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Fjórða ráðstefna vettvangsins verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 19. – 20. mars. Gert er ráð fyrir að um 60 erindi verið flutt á Strandbúnaði 2020. Nú eru birt dagskrádrög með vinnuheitum erinda án nafns fyrirlesara. Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að birta endanlega dagskrá með nöfnum fyrirlesara.

Endanleg dagskrá Strandbúnaðar 2020 verður birt um miðjan janúar.

Skráning hefst um miðjan febrúar.

Nánari upplýsingar á slóðinni: https://strandbunadur.is/forsidufrettir/dagskradrog-strandbunadar-2020/

Auglýst eftir viðbrögðum

Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Af gögnum málsins má dæma að svo virðist sem ferlið hafi verið með eftirfarandi hætti:

Ákveðnir aðilar sóttu um fjölda eldissvæða til að koma sér í lykilstöðu.

Útbúnar voru viðskiptaáætlanir, eldissvæðin eru verðmæti og erlendir aðilar fengnir að borðinu.

Fulltrúar atvinnugreinarinnar með um 70% eldissvæða, tveir stjórnarformenn stærstu laxeldisfyrirtækjanna voru skipaðir í stefnumótunarhópinn.

Gefin var út stefnumótunarskýrsla með hagstæðum tillögum fyrir þá sem hlut áttu að máli.

Breytingar á lögum um fiskeldi nr. 71/2008 sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga í vor byggist að mestu á áðurnefndri skýrslu starfshópsins.

Ákveðin fyrirtæki fengu verulegan fjárhagslegan ávinning þegar lögin voru samþykkt.

Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í vor að framkvæmd verði opinber rannsókn. Það virðist sem nefndin ætli ekki að svara þeim erindum sem beint hefur verið til hennar og það eitt út af fyrir sig, þ.e. að svara ekki erindum, er ámælisvert og hvorki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga né vandaða stjórnsýsluhætti.

Mér finnst þetta ekki í lagi – Hvað finnst þér?