Áhættumat erfðablöndunar og viðbrögð við slysasleppingum

Áhættumat erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 felur í sér að horfa, gera ekki neitt og mæla síðan tjónið.  Það gengur út á að leggja mat á hvort atburður hafi átt sér stað og grípa þá til aðgerða. Einu viðbrögðin eftir að ljóst er að eldislax hefur sloppið er að veiða við sjókvíar. Í Noregi þar sem búið er að glíma við áratuga langa erfðablöndun í villtum laxastofnum er áherslan á að koma í veg fyrir að eldislax nái að hrygna í veiðivötnum með að fjarlægja fiskinn. Gróflega má skipta veiðum á strokulaxi í fjögur þrep:

  • Veiðar við eldiskvíar.
  • Veiðar í sjó utan eldissvæða.
  • Hindra uppgöngu ósasvæðum.
  • Fjarlægja eldislax úr veiðivatni um haustið fyrir hrygningu.