Vöktun er mikilvæg til að fylgjast með því hvort eldislax sé að ganga upp í veiðiár og er grunnforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Hafrannsóknastofnun hefur ekkert minnst á haustvöktun og lætur þannig hjá líða að upplýsa stjórnvöld um virkustu vöktunaraðferðina sem er forsendan fyrir því að hægt verði að meta hlutfall eldislaxa í veiðivötnum hér á landi á hagkvæman og skilvirkan hátt. Haustvöktun gengur út á að kafað er í veiðiár að hausti og taldir villtir laxar og eldislaxar.
Pages: 1 2