Skilgreining á sjóeldi
Með sjóeldi er átt við allt eldi og ræktun lífvera í sjó í fjörðum og lónum á Íslandi. Það getur verið eldi á fiski, ræktun á skeldýrum og þörungum. Algengasta form á sjóeldi er fiskeldi í sjókvíum, en einnig er um að ræða skeldýrarækt og ræktun þörunga.
Sjókvíaeldi
Sjókvíaeldi er eldi á fiski í netbúrum sem komið er fyrir í sjó eða söltu vatni. Meginíhlutir sjókvíaeldis er flotkragi, fleki, netpoki og festingar.
Sjókvíaeldisstöð er starfsstöð rekin sem ein heild. Getur verið hefðbundin sjókví, sökkvanleg kví eða fljótandi lokuð sjókví með sjódælingu. Einnig fleki, fóðurlagnir og annar sá búnaður sem nauðsynlegur er til reksturs slíkrar stöðvar.
Mesta umfang er í laxeldi og regnbogasilungseldi.
Skeldýrarækt
Skeldýrarækt er ræktun skeldýra með skipulegri umhirðu og vöktun á afmörkuðu svæði þar sem engin fóðrun á sér stað. Hluti af ræktun er einnig skipuleg söfnun og veiði á skeldýrum til áframhaldandi ræktunar.
Það form af skeldýrarækt sem stundað er á Íslandi er línurækt. Umfangið er ennþá lítið og mest er um kræklingarækt. Einnig hafa verið stundaðar tilraunir með ostruræktun.
Þörungarækt
Ræktun þörunga fer fram í línurækt hér á landi. Umfangið er ennþá lítið.
Vefsíður
- Fjarðarannsóknir – Fjarðarannsóknir fjalla um firði og grunnsævi á Íslandi. Þeim er ætlað að kynna og koma á framfæri upplýsingum og niðurstöðum rannsókna um nátturfar fjarða og grunnsævis við Ísland.
- Sjávarhitamælingar við strendur Íslands
- Upplýsingavefur um vöktun eiturþörunga.
Lesefni – Yfirlit
- Staða og framtíð lagareldis á Íslandi Matvælaráðuneytið (2023)
- Umhverfismál og eldistækni.bls. 41-76. Í, Staða þorskeldis á Íslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsókna- og þróunarstarfs. Útgefandi, Sjávarútvegsþjónustan ehf. (2007)
- Reynsla af sjókvíaeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit 136. 52 bls. (2008)
- Sjávarhiti, straumar og súrefni í sjónum við strendur Íslands. Í: Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111: 9-20. (2004)
Lesefni – sjávarhiti
- Sjávarhiti á eldissvæðum þorskeldisfyrirtækja. Þorskeldiskvótaverkefnið 2011. Hafrannsóknastofnunin. Hafrannsóknir 161: 19-63. (2012).
Lesefni – Hafís og lagnaðarís
- Hafís og lagnaðarís við strendur Íslands með tilliti til þorskeldis. Í: Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111: 21-28.(2004)
- Hvernig og við hvaða skilyrði berst hafís til Íslands? Vísindavefurinn.