Stærsti hluti af þeim búnaðir sem notaður er í fiskeldi og skeldýra- og þörungarækt á Íslandi er innfluttur. Frá þessu eru þó undantekningar og í því sambandi má nefna eldisbúnað sem Vaki fiskeldiskerfi framleiðir.
Vaki fiskeldiskerfi
Vaki fiskeldiskerfi er með lang mest umfang hér á landi á framleiðslu fiskeldisbúnaðar. Fyrirtækið framleiðir m.a. stærðarflokkara, fiskteljara og lífmassamæla sem seldir eru til fjölmargra landa og er Vaki fiskeldiskerfi þekkt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði.
Aðrir framleiðendur
Margir aðrir framleiða fiskeldisbúnað fyrir íslenska markaðinn og í því sambandi má nefna Maris.