Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sem voru búnir að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sem fékk það verkefni að gera stefnumótun fyrir fiskeldi. Eitt af verkefnum þeirra var að koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald. ….. Lesa meira
Category Archives: Laxeldi
Þrílitna eldislaxar
Eru tækifæri við framleiðsla á ófrjóum eldislaxi til að draga úr umhverfisáhrifum laxeldis?
Fjölföldun litninga er talin vera ein besta leiðin í dag til að búa til gelda einstaklinga.
Sjókvíaeldi á laxi
Arnarlax, Arctic Fish, Fiskeldi Austfjarða, Háafell og Laxa fiskeldi hafa mikil áform um uppbyggingu laxeldis í sjókvíum hér á landi. Frá því verður sagt í næstu Fiskeldisfrétetum.
Laxar fiskeldi – Berufirði
Laxar fiskeldi ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum allt að 5.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði.
Tillagan er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. júlí 2016 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Laxar fiskeldi – Fáskrúðsfirði
Laxar fiskeldi ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum allt að 4.000 tonna framleiðslu á laxi í Fáskrúðsfirði.
Tillagan er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.
Erlendir fjárfestar í íslensku laxeldi
Í síðasta tölublaði Fiskeldisfrétta er gert grein m.a. fyrir áhuga erlenda fjárfesta í íslensku laxeldi. Í greininni er einnig fjallað um afkomu laxeldisfyrirtækja og leyfisveitingum.
Það eru skiptar skoðanir um fjárfestingar erlendra aðila í íslensku sjókvíaeldi og sitt sýnist hverjum. Kosturinn er að með þeim fylgir fjármagn og einnig þekking.
Í Noregi þurfa fjárfestar að kaupa leyfi sem eru mjög dýr, oft meira en hálfur milljarður til að fá heimild til að vera með að hámarki tæp 1.000 tonna af fiski í eldiskvíum. Á Íslandi er greitt árlegt gjald sem er í dag um 2 milljónir króna fyrir 1.000 tonna framleiðsluheimild. Það er því augljóst að mun minna fjármagn þarf til að hefja eldi á Íslandi. Það eitt skýrir ekki áhuga norskra fjárfesta og hafa ber í huga að mjög erfitt er að fá leyfi í Noregi eins og staðan er í dag. Norskir fjárfestar sjá því Ísland sem áhugaverðan vakost í stöðunni.