Margir firðir á Íslandi gefa gott skjól til sjókvíaeldis og eru að því leyti auðlind. Til að leggja grunn að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir útlendinga þurfti að semja leikreglur sem hentuðu erlendum fjárfestum. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 leggur grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra aðila við uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi á Íslandi. Í starfshópnum var þröngur hópur hagsmunaaðila sem vann fyrst og fremst að því að tryggja sína sérhagsmuni, ásamt opinberum aðilum sem ekki voru að vinna sína heimavinnu. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.
Category Archives: Stjórnsýsla
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis
Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Þann 7. júní var beiðninni svarað en þó er virtist án þess að framgangur næðist í málinu. Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis og m.a. bent á að fjölmargir tölvupóstar hafi verið sendir til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og auglýst eftir viðbrögðum án þess að svör hafi borist. Þann 18. júní 2021 var aftur ítrekað við Umboðsmann Alþingis og nú með kvörtun um að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svarar ekki beiðnum mínum um opinbera rannsókn. Framvinda hefur nú verið í málinu þannig að það hefur fengið númerið 11183/2021 í málaskrá embættisins. Í svari umboðsmanns kemur fram að honum bresti lagaskilyrði til að taka á þessu máli.
MÆLABORÐ FISKELDISINS OPNAÐ
Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.
Sjókvíaeldi laxfiska – Vinnubrögð stjórnmálamanna og stjórnsýslunnar
Undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga.
Síðastliðið vor var öllum alþingismönnum sent bréf þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákv. tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. … Lesa meira