Category Archives: Lagareldi

Fjárhagslegur ávinningur og þöggunin

Þegar farið er í vegferð að gagnrýna spillingu má ávallt gera ráð fyrir því að reynt verði að stoppa viðkomandi af með öllum mögulegum ráðum.  Í minni vegferð í Samfélagsverkefni gegn spillingu var alltaf gert ráð fyrir að þannig færi.  Í meðfylgjandi rannsóknaskýrslu er fjallað um afmarkað mál ,,Strandbúnaðarmálið og þöggunina“.

Mikilvægt er að skoða í samhengi við gagnrýni höfundar á spillingu sem átti  sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta vörðuðu leiðina til mikils fjárhagslegs ávinnings. Strandbúnaðarmálið er lítill hluti af því og í þessari rannsóknaskýrslu er ferli málsins rakið.

Skýrslan Strandbúnaðarmálið og þöggunin

Read more… →

Áhættumat erfðablöndunar og fréttatilkynning Hafrannsóknastofnunar

Þann 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef Hafrannsóknastofnunar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt:

“Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnrýni sinni á Áhættumat erfðablöndunar og úthlutun stjórnvalda á heimildum til sjókvíaeldis á laxi. Valdimar sakar meðal annars Hafrannsóknastofnun um að ganga erinda erlendra fyrirtækja í þeim tilgangi að tryggja íslenskum fulltrúum þeirra mikinn fjárhagslegan ávinning. Lokun fyrir laxeldi í innri hluta Ísafjarðardjúps túlkar Valdimar sem beina aðför að hagsmunum fyrirtækja í íslenskri meirihlutaeigu. Valdimar fullyrðir jafnframt að áhættumatið hafi lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og að litlum veiðiám sé fórnað til þess eins að geta veitt erlendum aðilum eldisheimildir. Hann klykkir út með því að vitna í umsögn þess eðlis að með lögfestingu áhættumatsins hafi verið gefin lagaheimild til þess að erfðablanda íslenskan lax. Valdimar ýjar jafnframt að því að annarleg sjónarmið og spilling hafi ráðið för við úthlutun eldisheimilda. Þegar svo alvarlegar ásakanir eru lagðar fram á opinberum vettvangi gagnvart Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar, verður ekki hjá því komist að bregðast við með einhverjum hætti”.

Read more… →

Lög um fiskeldi – Beiðni um opinbera rannsókn

Beiðni um opinbera rannsókn

Í fyrri pósti hér að neðan kemur fram að þann 20. maí 2019 hafi undirritaður sent tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi.  Þessari beiðni var svarað með því að svara engu.  Nokkrum sinnum var beiðnin ítrekuð við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í tölvupóstum og auglýst í fjölmiðlum án árangurs. Nú er farið fram á að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að þessi rannsókn verði gerð (fylgiskjal 1). Hér ber sérstaklega að skoða hvernig fulltrúar erlendra fjárfesta í stefnumótunarhópnum gátu hannað leikreglurnar í gegnum opinbera stefnumótun, skjalfest í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.

Read more… →

Dagskrá Strandbúnaðar 2018

Særsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði
Strandbúnað 2018, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars.

Dagskrá Strandbúnaðar 2018
Dagskrá Strandbúnaðar 2018 er hægt að sækja hér að neðan. Fjölbreytt dagskrá með 10 málstofum og erindin eru um 60.

Dagskrá Strandbúnaðar 2018 er hér

Skráning
Skráning er nú hafin á Strandbúnað 2018. Ef um er að ræða hópskráningu, 5 eða fleiri er hægt að fylla út hópa skráningar og senda á Þórunn Dögg Harðardóttir (thorunn@athygliradstefnur.is)

Skráning er hér