Mótvægisaðgerðir geta verið fjölmargar; tryggja sjálfbærni villta laxastofna eins og fjallað var um í fyrri grein og aðgerðir sem má skipta niður í fyrsta og annað þrep mótvægisaðgerða:
- Fyrsta þrep mótvægisaðgerða sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að eldislax sleppi úr eldiskvíum.
- Annað þrep mótvægisaðgerða sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að eldislax sem sleppur nái að hrygna í veiðivötnum.
Ein besta mótvægisaðgerðin, sem reyndar hefur verið í gildi í tæp tuttugu ár, er að staðsetja laxeldi í sjókvíum á svæðum þar sem er tiltölulega lítil laxveiði.
Pages: 1 2