Næringaþarfir
Eldisdýr þurfa næringarefni til vaxtar og viðhalds, þ.e. aðgengi að þeim næringarefnum sem vöxturinn samanstendur af og einnig næringarefnum til að tryggja endurnýjun vefja. Helstu næringarefnin sem þörf er á eru: prótein, fita, vítamín og steinefni.
Hráefni
Fiskeldi á Íslandi einkennist af eldi svokallaðra kjötætu fiska. Fóður fyrir slíkt fiskeldi hefur fram undir þetta einkennst af notkun hráefna sem unnin eru úr veiddum villtum fiski. Gagnrýnd hefur verið veiði á fiskum sem hráefni (mjöl og lýsi) til fóðurgerðar, stofna sem hugsanlega mætti nota beint til manneldis. Á síðustu árum hefur verið leitast við að minnka notkun fóðurhráefna úr sjáfarfangi með umtalsverðum árangri og hefur hlutur ræktaðs hráefnis úr landbúnaði aukist umtalsvert. Fóður eldisfiska hefur verið að þróast í þá átt að vera líkara fóðri dýra í landbúnaði.
Fóðurnýting
Fóður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í fiskeldi, um eða yfir 50% af framleiðslukostnaði. Fiskar eru með kalt blóð eða svipað hitastig og umhverfið hverju sinni. Dýr eru aftur á móti með heitt blóð og eru því með lakari fóðurnýtingu en fiskar.
Nýtingarhlutfall tilbúins fóðurs til matvælaframleiðslu á dýraafurðum er hæst í fiskeldi. Nú þarf 1,2 kg af þurrfóðri til að framleiða 1 kg af laxi, 2 kg fyrir kjúklingakjöt og 3 kg fyrir svínakjöt. Eldisfiskar hentar því vel til matvælaframleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn eftir matvælum.
Lesefni
- Auðlindanotkun í framleiðslu hráefnis til manneldisframleiðslu. Matís
- Fóður, fóðrun, fóðrarar og eftirlit. Í, Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál 12(1): 117-128. (2012)
- Fóður og fóðrun áframeldisþorsks. Hafrannsóknastofnunin. Hafrannsóknir 157: 21-87. (2011)
- Fóður og fóðurgerð fyrir þorsk. Í: Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111: 121-125. (2004)