Skilgreining
Landeldi er eldi eða ræktun á lagarlífverum í eldiskerum, tjörnum eð öðrum eildiseiningum á landi. Eldið fer fram í fersku vatni, ísöltu eða sjó. Einnig er notað strandeldi þegar sjó eða ísöltu vatni er dælt í eldiseininguna.
Framleiðsla
Öll seiðaframleiðsla laxfiska og sjávardýra er í landeldi, en matfiskeldið fer að mestu fram í sjóeldi.
Það eru framleidd nokkur þúsund tonn af eldislífverum í landeldi á Íslandi:
- Mesti af eldisbleikju er framleidd í landeldi, rúmlega 6.000 tonn á ári.
- Eldislax er framleiddur í einni landeldisstöð hjá Samherja í Öxarfirði um 1.000 tonn á ári. Önnur fiskeldisfyrritæki fyrirhuga laxeldi í landeldi.
- Hluti af regnbogasilungi er framleiddur í landeldi.
- Öll framleiðsla af senegalflúru er í landeldi.
- Jafnframt má nefna sæeyra og örþörunga.
Eldisaðferðir
Það eru notaðar allnokkrar aðferðir við framleiðslu á lagarlífverum í landeldi á Íslandi. Algengast er að ferskvatni, ísöltu vatn eða sjó er dælt í eldiseiningu. Hér er um að ræða allt eldi laxfiska, fiskurinn er fóðraður og alinn í eldiskari. Það hefur einnig þekkst að regnbogasilungur sé alinn í jarðtjörnum.
Við ræktun örþörunga er notuð lýsing og nægingarefnum og koltvísýringi bætt í vatnið til að auka vöxt. Tilraunir eru gerðar með sameldi (Aquaponic) en þar er eldi á fiski og affallið frá eldinu notað til að næra plöntur.
Lesefni
- Samrækt, Erindi á Strandbúnaður 2017
- Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva. Í,Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi.Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál12(1): 159-168. (2012).
- Meðhöndlun á fiski og tækjabúnaður.Í,Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi.Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál12(1): 99-116. (2012).
- Eiginleikar kara. Í, Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi.Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál12(1): 25-42. (2012).
- Eldi á laxi í strandeldisstöðvum. Kennsluhandrit við Hólaskóla (1991).