Áhættumat erfðablöndunar í nýju föt keisarans

Allir þekkja ævintýrið um nýju fötin keisarans eftir H. C. Andersen. Þegar keisarinn gekk út á götu í nýju fötunum hrópaði lýðurinn hvað nýju fötin keisarans eru glæsileg og sitja vel.  Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert. En lítið barn hrópaði upp yfir sig: „En keisarinn er ekki í neinum fötum”. Málið varðar Áhættumat erfðablöndunar sem fyrst var gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017, starfshópur um stefnumótun í fiskeldi lagði til að notað væri sem stjórnsýslutæki og Alþingi staðfesti í lögum um fiskeldi árið 2019.