Hólaskóli
Námsframboð við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar eins árs diplómunám í fiskeldisfræði og hins vegar rannsóknatengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði.
Fisktækniskóli Íslands
Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Skólinn bíður einnig upp á nám í fiskeldi. Nemendur sérhæfa sig til almennra starfa í fiskeldi eða búa sig undir frekara nám.
Menntanet sjávarútvegsins
Menntanet sjávarútvegsins er vefsvæði sem gefur yfirlit yfir aðgengilegt fræðslu- og kynningarefni, námsleiðir og gagnlegar vefsíður innan sjávarútvegsins. Markmið Menntanetsins er að auðvelda námsmönnum, kennurum, fræðimönnum og þeim sem starfa í sjávarútvegi að nálgast vandað efni sem tengist greininni.Þó að markhópur menntanetsins sé sjávarútvegurinn er að finna margt áhugavert efni fyrir fiskeldi.