Umhverfismál

Mikilvægi umhverfismála

Umhverfismál er alltaf að verða stærri og mikilvægari þáttur í rekstri lagareldisfyrirtækja. Kröfur markaðsins um sjálfbærni aukast og umhverfismál eru hluti af markaðssetningu.

Í sjókvíaeldi eru gerðar auknar kröfur um lífræna losun frá eldinu, notkun efna og lyfja, slysasleppinga og annarra þátta er geta hugsanlega haft óæskileg áhrif umhverfið.

Í landeldi eru gerðar auknar kröfur um hreinsun frárennslis áður en því er hleypt út í viðtakann.

Umhverfismál og eldisaðferðir

Aukinn áhugi er á nýjum eldisaðferðum sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum. Í fjöleldi er t.d. eldisfiskar í sjókvíum, kræklingur í nágrenninu sem nærist m.a. á lífrænum úrgangi og þörungar sem nýta næringarefni sem berast frá eldinu.

Aquaponic nýtur aukinna vinsælda en þar nýta plöntur næringarefni úr frárennsli fiskeldisstöðvar.

Umhverfisstjóður sjókvíaeldis

Umhverfissjóður sjókvíaeldis var stofnaður með lögum nr. 71/2008 með síðari breytingum. Meginmarkmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.

Umhverfisstofnun

Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Í umhverfisstefnu stofnunarinnar kemur m.a. fram: ,,Við viljum að allt vatn á Íslandi uppfylli gæðamarkmið um hreinleika og lífvænleika. Hafið umhverfis landið þarf að vera hreint. Þá viljum við að Ísland sé leiðandi á alþjóðavísu í vörnum gegn mengun sjávar enda virðir mengun ekki landamæri”.

Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi til fiskeldis og er að finna lista yfir útgefin starfsleyfi á vef stofnunarinnar.

Lesefni