Laxeldisfyrirtæki stjórnarformanna Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru búin að koma núverandi leyfisveitingarkerfi í uppnám á árinu 2016 og vinnan fólst m.a. í því að útfæra nýtt leyfisveitingarkerfi. Stjórnarformennirnir komu sér í starfshóp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem skilaði af sér skýrslu með hagstæðum tillögum fyrir laxeldisfyrirtækin á árinu 2017. Kjartan Ólafsson og Guðmundur Gíslason stjórnarformenn fyrirtækjanna urðu þannig helstu ráðgjafar stjórnvalda og tillögurnar voru samþykktar á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Útfærslan á leyfisveitingarkerfinu fyrir ný svæði er að Hafrannsóknastofnun ákveður skiptingu fjarða á grundvelli lífræns burðarþols og í framhaldinu eru ný svæði auglýst.