Category Archives: Laxalús

Laxalúsafár í Tálknafirði: Aðdragandi, ástæður og afleiðingar

Það hefur allt snúist um fjárhagslegan ávinning og umhverfismálum ýtt til hliðar þar sem þeim fylgir kostnaður. Í tilfelli laxalúsafársins í Tálknafirði fóru menn aftur á móti yfir strikið og í framhaldinu lenda Arnarlax og Arctic Fish í verulegu fjárhagslegu tjóni.

Meginniðurstaðan er að fyrirbyggjandi verklag eldisfyrirtækjanna er mjög ábótavant og sýna í raun brotavilja til að ná skammtímagróða, auk þess sem stjórnsýslan fær falleinkunn er varðar lagaumgjörð, eftirlit með atvinnugreininni og viðurlögum við umhverfissóðaskap.

Það er ómögulegt fyrir þá sem vilja standa sig vel að halda laxalúsinni niðri án lyfjameðhöndlunar á meðan stöðugur straumur af laxalúsalirfum berst frá sjókvíaeldi Arnarlax og Arctic Fish. Regluverkið er hannað fyrir umhverfissóðana og Matvælastofnun þarf að endurskoða sína ráðgjöf til stjórnvalda.

Skýrslan í pdf skjali