Það eru fjölmörg fyrirtæki sem útvega fiskeldisbúnað og er stærsti hlutinn fluttur inn til landsins. Rekstrarvörur eru þó að miklu leyti framleiddar hér á landi. Nokkur fyrirtæki bjóða upp á ýmisskonar þjónustu. Öll þjónusta stoðgreina er mikilvæg til að tryggja hagkvæmi og samkeppnishæfni lagareldis á Íslandi.
Búnaður fyrir sjókvíaeldi
Mest allur búnaður; eldiskvíar, festingar, netpokar, fóðurprammar, þjónustubátar og annar búnaður fyrir sjókvíaeldier keyptur erlendis frá. Miklar kröfur eru gerðar til búnaðar sem notaður er í sjókvíaeldisstöðvum og þarf hann að uppfylla kröfur norska staðalsins NS9415:2009. Akvaplan Niva veitir t.d. þjónustu með staðarúttekt og úttektum búnaði og útgáfu stöðvarskýrteinis.
Búnaður fyrir landeldi
Hluti af þeim búnaði sem notaður er í landeldisstöðvum á Íslandi er framleiddur af ýmsum tæknifyrirtækjum hér á landi. Mikið af búnaðinum er þó fluttur inn til landsins.
Rekstrarvörur
Þjónustufyrirtæki
Sjótækni er með þjónustu við sjókvíaeldi á Vestfjörðum, s.s. köfun, þrif á nótum og eftirlit með neðansjávarmyndavél. Jhonson Marine Iceland er með margskonar þjónustu við fyrirtæki sem eru með sjókvíaeldi.
Þvottastöð Egarsund er á Eskifirði. Netpokar eru þvegnir, gert við þá og teknar slitprufur af netinu. Jafnframt er Ísfell með svipaða þjónustu sem staðsett er á Flateyri.
Nokkur fyrirtæki þjónusta sjókvíaeldisstöðvar s.s. með þvott á netpokum á vettvangi og köfun í sjókvíar.
Náttúrustofa Vestfjarða hefur boðið upp á þjónstu fyrir sjókvíaeldi, vöktun á lífrænu álagi undir kvíunum.
RORUM stendur fyrir rannsóknir og ráðgjöf í umhverfismálum. Þeir veita margskonar þjónustu m.a. er tengist umhverfismálum.
Mikil áhætta fylgir fiskeldisrekstri og stórar fjárhæðir undir. Tryggingamiðstöðin er það tryggingarfyrirtæki sem er með mest umfang í fiskeldistryggingum.