Category Archives: Íslenska leiðin

Til fjárhagslegs ávinnings

Þrjár greinar sem fjalla um hvernig unnið hefur verið að fjárhaglegum ávinningi fámenns hóps í gegnum stefnumótun stjónvalda og setningu laga allt frá árinu 2017. Jafnframt er fjallað um fjárhaglegan ávinning fámenns hóps ef frumvarp um lagareldi nær fram að ganga á næsta þingi. 

  1. Frumvarp um lagareldi: Flutningur og framsal til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 25.06.2024.
  2. Frumvarp um lagareldi: Útboð á svæðum og heimildum. Morgunblaðið 15.06.2024.
  3.  Frumvarp um lagareldi: Til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 04.06.2024

Slysasleppingin í Patreksfirði

Hinn 20.  ágúst 2023  var tilkynnt um gat á netpoka í sjókví hjá Arctic Sea Farm í Patreksfirði dótturfélaga Arctic Fish. Talið var að tæplega 3.500 eldislaxar hafi sloppið. Í lok ágúst var búið að veiða eldislax í ám á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðvesturlandi. Um miðjan september hafði verið tilkynnt um 100 eldislaxa í veiðiám, október um 300 og í desember voru þeir orðnir rúmlega 400 talsins.  Engar ár með laxi eru í Patreksfirði og dreifðu eldislaxarnir sér því í laxveiðiár yfir stórt svæði.

Ummæli og viðbrögð

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish gerði strax lítið úr slysasleppingunni sem vakti hörð viðbrögð andstæðinga sjókvíeldis. Þegar umfang og alvara málsins kom í ljós steig forstjóri félagsins fram og harmaði atburðinn og bauðst til að greiða kostnað við að fjarlægja eldislaxinn úr veiðiám. Málið vakti mikla athygli og umtal í  íslenskum fjölmiðlum, það var mótmælt á Austurvelli, á Alþingi Íslendinga var lagt til að banna sjókvíaeldi á laxi og málið fékk töluverða umfjöllun erlendis.

Skýrsluna má finna HÉR

Read more… →

Ársskýrskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu 2023.

Skýrslan gefur gott heilstætt yfirlit yfir verkefni ársins 2023. Það er margt jákvætt við nýlega stefnumótun og frumvarp um lagareldi. Vinnubrögðin mun faglegri og heiðarlegri en var þegar lög um fiskeldi voru unnin og samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Þrátt fyrir það hefur undirritaður fjölmargar athugasemdir og ábendingar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar. Vinnan á fyrrihluta ársins 2024 mun að miklu leiti snúast um gerð athugasemda og ábendinga er varða frumvarp um lagareldi. Mörg mistök voru gerð þegar lög um fiskeldi voru samþykkt á árinu 2019, sumt er leiðrétt í frumvarpi um lagareldi en á öðru á eftir að taka.

PDF skjala af Ársskýrskýrslu Samfélagsverkefnis gegn spillingu 2023

Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar og Strandbúnaðarmálið

Sjávarútvegsþjónustan hefur sent inn umsögn við stefnumótun í lagareldi, nú um afmarkaða þætti málsins (fylgiskjal 1).

Hvatakerfið

Varðandi hvatakerfi með breytingu á framleiðsluheimildum eftir frammistöðu er bent á að laxeldisfyrirtækjunum í meirihlutaeigu erlendra aðila hafa sankað að sér framleiðsluheimildum á síðustu árum sem ekki eru nýttar að fullu. Niðurskölun framleiðsluheimilda mun því:

  • Íslensk fyrirtæki: Engu skila nema helst í skerðingu framleiðsluheimilda íslenskra fyrirtækja sem hafa sýnt hógværð við að sækja um framleiðsluheimildir á síðustu árum.
  • Nærsamfélagið: Bitna á nærsamfélaginu og þjónustuaðilum sem munu þrýsta á að heimildir verði minnkaðar sem minnst til að viðhalda störfum og tekjum.

Mun líklegra til árangurs eru sértækar aðgerðir með að láta laxeldisfyrirtækin greiða gjald og þannig kemur refsingin strax til framkvæmdar.

Read more… →

Stefnumótun í lagareldi: Aðgerðir sem bitna á nærsamfélaginu

Þann 4. október kynnti Matvælaráðuneytið stefnumótun fyrir lagareldi (fylgiskjal 1). Hér er um að ræða mun faglegri vinnu en í tilfelli stefnumótunar frá 2017 þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta voru leiðandi og vörðuðu leiðina sér og sínum til mikils fjárhagslegs ávinnings sem síðan var samþykkt á Alþingi Íslendinga á vorþingi 2019.  

Matvælaráðuneytið með heiðarleg vinnubrögð

Matvælaráðuneytið og þeir sem komu að skipulagningu þessarar stefnumótunar eiga heiður skilið fyrir að viðhafa heiðarleg vinnubrögð. Undirritaður hefur þó nokkrar athugasemdir og ábendingar og eru tvær þeirra teknar fyrir í fylgiskjali 2.

Read more… →

Fjárhagslegur ávinningur og þöggunin

Þegar farið er í vegferð að gagnrýna spillingu má ávallt gera ráð fyrir því að reynt verði að stoppa viðkomandi af með öllum mögulegum ráðum.  Í minni vegferð í Samfélagsverkefni gegn spillingu var alltaf gert ráð fyrir að þannig færi.  Í meðfylgjandi rannsóknaskýrslu er fjallað um afmarkað mál ,,Strandbúnaðarmálið og þöggunina“.

Mikilvægt er að skoða í samhengi við gagnrýni höfundar á spillingu sem átti  sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta vörðuðu leiðina til mikils fjárhagslegs ávinnings. Strandbúnaðarmálið er lítill hluti af því og í þessari rannsóknaskýrslu er ferli málsins rakið.

Skýrslan Strandbúnaðarmálið og þöggunin

Read more… →