Þorskur

Skilgreining

Tvær meginleiðir eru í þorskeldi: Annars vegar að fanga og ala villtan þorsk (áframeldi) og hins vegar framleiðsla á eldisþorski allt frá klaki að markaðsstærð (aleldi). Aleldi er ekki stundað á Íslandi í dag.


Áframeldi á þorski

Áframeldi á þorski hefur verið stundað í allnokkur ár og var mest framleitt um 1.000 tonn. Á árunum 2002-2014 var rekið tilraunar-verkefnið, Þorskeldiskvótaverkefni Hafrannsóknastofnunnar. Nú hefur áframeldi á þorski því sem næst lagst af.


Lesefni