Category Archives: Heilbrigðismál

Lög um fiskeldi og heilbrigðis- og skipulagsmál

Fyrir nokkrum árum síðan bentu erlendir sérfræðingar á að Íslendingar væru í öfundverðri stöðu að skipuleggja sitt laxeldi. Aftur á móti voru þau vinnubrögð viðhöfð hjá starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi á árinu 2017 og síðan við setningu laga um fiskeldi árið 2019 að ekkert var tekið á heilbrigðis- og skipulagsmálum sem er hvorki til hagsbóta fyrir Íslendinga eða íslenska náttúru. 

Greinin í Bændablaðinu (Pdf skjal)

Read more… →

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma fyrir árið 2020 er fróðleg eins og á síðustu árum.  Það er ekki mikið um fisksjúkdóma á Íslandi en fjallað er um margt annað en fisksjúkdóma í árskýrslunni.

Samtals voru 53 eldisstöðvar í fullum rekstri árið 2020 og af þeim voru fjórar með lax í sjókvíum í 7 fjörðum og þrjár með regnbogasilung í sjókvíum í 3 fjörðum. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi í ýmsum útfærslum.

Heilbrigðismál voru heilt yfir með allra besta móti. Engir nýir alvarlegir smitsjúkdómar gerðu vart við sig og þá hefur mikið áunnist í útrýmingu nýrnaveiki sem var eldisgreininni fremur strembin um árabil.

Sjá meira hér

Pdf skjal af Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Árið 2019 var á heildina litið farsælt á flestum sviðum íslensks fiskeldis og framleiðsla til slátrunar umfram bjartsýnar væntingar. Ytri aðstæður voru hagstæðar, ekki síst er varðar markaðsmál og náttúruöfl. Eitt versta fárviðri í áratugi fór óblíðum höndum um mest allt land aðra vikuna í desember, en bæði eldismenn og mannvirki voru vel viðbún þannig að hvergi hlaust tjón af. Slíkur veðurhamur getur þó haft óbein áhrif á kvíafisk og jafnvel leitt til tímabundinna affalla sem erfitt getur reynst að verjast. …………. Lesa meira

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Alls var slátrað 19.077 tonnum af eldisfiski á liðnu ári og dróst heildarframleiðsla saman um tæp 9% á milli ára. Þar vó þyngst kröftugur samdráttur í eldi regnbogasilungs sem fór úr 4.628 tonnum og niður í 295 tonn og má segja að hann sé kominn niður í þær tölur sem algengar voru fyrir nokkrum árum síðan. Framleiðsla á laxi jókst um rúm 2.000
tonn, eða tæp 20%. Þrátt fyrir samdrátt hjá Arnarlaxi vegur upp að tveir nýir framleiðendur hófu slátrun á Austfjörðum á liðnu ári og árið 2019 hefst slátrun hjá nýjum aðila á Vestfjörðum. Þá varð einnig rúm 10% auknin í slátrun á bleikju, en eldi þorsks og senegalflúru stendur í stað.

Skýrsluna er hægt að sækja HÉR

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma er nú komin út. Hægt er að sækja árskýrsluna HÉR. Í árskýrslunni kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Fiskeldisárið 2017 var að mörgu leyti keimlíkt forvera sínum, en þó settu ákveðnir þættir mark sitt á árið. Heilt yfir má segja að flóra eldisfyrirtækja samanstandi af örfáum en fremur stórum og framsæknum félögum sem leita leiða til að auka framleiðsluna en lang flestar stöðvarnar eru litlar og með stöðuga framleiðslu frá ári til árs. Af þeim 53 eldisstöðvum sem voru starfandi á árinu voru fjórar með lax í sjókvíum, fimm með regnbogasilung í sjó og eitt með bleikju í sjávarlóni. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi. Örlítið mun draga úr fjölda stöðva á þessu ári, en viðbúið er að einhverjir einyrkjar hætti rekstri. Þessi sprotafyrirtæki kvarta yfir að lítið tillit sé tekið til frumkvöðlastarfsemi í þróunar- og uppbyggingarfasa og starfsemin heimsótt ótt og títt til eftirlits og álögur líkt og um stórfyrirtæki væri að ræða. Uppbygging nýrra klak- og seiðaeldisstöðva er enn ákveðinn flöskuháls og miðað við stöðuna í dag er ekki við því að búast að framleiðsla í laxeldi fari mikið yfir 22.000 tonn á næstu árum”.

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur nú gefið út ársskýrslu sína vegna ársins 2016. Á árinu voru framleidd 15.129 tonn sem er met framleiðsla í fiskeldi sem verið hefur hér á landi. Framleiðsla í skeldýrarækt er ennþá frekar lítil.   Í skýrslu dýralæknis fisksjúkdóma kemur m.a. fram:

,,Árið 2016 reyndist fremur farsælt fiskeldisár á marga vísu. Eitt af því sem stendur upp úr er að aldrei áður hefur framleiðsla til slátrunar og vinnslu aukist jafn mikið á milli einstakra ára, eða um heil 82% og mun það met eflaust standa um ókomin ár. Uppbygging mikilvægra grunnstoða héldu áfram og þau fyrirtæki sem höfðu áform um nýframkvæmdir héldu sínu striki. Það má þó ljóst vera að miðað við fjölda og stærð seiðaeldisstöðva mun framleiðsluaukning í eldi laxfiska verða á fremur rólegum nótum allra næstu ár. Nánast engin breyting hefur orðið á fjölda fyrirtækja og aðeins ein ný sjókvíaeldisstöð mun bætast í flóruna árið 2017“.