Senegalflúra (Solea senegalensis) er hlýsjávartegund og nær markaðsstærð þegar fiskurinn er kominn í um 350 grömm. Eldisfiskurinn er alinn í landeldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun. Framleiðslan er ennþá undir 500 tonnum á ári en gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á næstu árum.