Lög um fiskeldi og heilbrigðis- og skipulagsmál

Fyrir nokkrum árum síðan bentu erlendir sérfræðingar á að Íslendingar væru í öfundverðri stöðu að skipuleggja sitt laxeldi. Aftur á móti voru þau vinnubrögð viðhöfð hjá starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi á árinu 2017 og síðan við setningu laga um fiskeldi árið 2019 að ekkert var tekið á heilbrigðis- og skipulagsmálum sem er hvorki til hagsbóta fyrir Íslendinga eða íslenska náttúru. 

Greinin í Bændablaðinu (Pdf skjal)

Read more… →

Lög um fiskeldi og samfélagsverkefni gegn spillingu

Það hefur átt sér stað mikil aukning í fiskeldi á síðustu árum og útflutningsverðmæti eldisafurða námu um 35 milljörðum króna á síðasta ári. Vöxtinn má að mestu rekja til fjögurra laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðla. Það eru miklir hagsmunir undir og öflug hagsmunagæsla.

Spilling gagnrýnd

Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem átti sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna í hálfu starfi við Samfélagsverkefni gegn spillingu.  Tekið skal skýrt fram að höfundur nýtur ekki fjárhagslegs stuðning í þessu verkefni.  Mér hreinlega ofbíður þau vinnubrögðin sem hafa verið viðhöfð og er það ástæðan fyrir því að stigið er fram.  Opinber gagnrýni mín hófst fyrst í byrjun ársins 2019 og vegferðinni má skipta í þrjá áfanga:

PDF skjal af greininni

Read more… →

Hagsmunagæsla, stefnumótun og stjórnsýsluúttekt fyrir fiskeldi

Á árinu 2016 var stofnaður starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda og greinarinnar varð að yfirtöku íslenskra leppa og erlendra fjárfesta á greininni til mikil fjárhagslegs ávinnings m.a. í formi eldisleyfa að verðmæti yfir 100 milljarða króna.   Hagstæðar tillögur íslenska leppa erlendra fjárfesta voru gefnar út í skýrslu árið 2017 og þær afgreiddar frá Alþingi Íslendinga sem lög um fiskeldi á árinu 2019.

Read more… →

Lög um fiskeldi – Rannsóknir og skrif næstu tvö ár

Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi (fylgiskjal 1). Málið varðar spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt.  Mín vinna gegn spillingu síðustu rúm þrjú ár hefur reglulega tekið breytingum (fylgiskjal 2).

Ekki leigupenni

Að gefnu tilefni er hér tekið fram að undirritaður er ekki leigupenni fyrir ákveðna aðila eða þiggur greiðslu fyrir þessa vinnu. Mér hefur hreinlega ofboðið þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð allt frá árinu 2017. Það voru tveir slæmir valkostir, þ.e.a.s. gera ekki neitt eða stíga fram sem ég taldi betri valkost.

Read more… →

Arnarlax – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Hér er um að ræða vinnuskjal sem samantekt verður tekin úr og birti í bókinni Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ sem er ætlað að gefa heilstætt yfirlit yfir m.a. þau vinnubrögð og spillingu sem hefur viðgengst við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Farið er yfir málið allt frá stofnun Arnarlax til lok ársins 2021. Hér er um að ræða langa skýrslu en bent er á að hægt er að átta sig á innihaldinu með að lesa áherslupunkta (merkt blátt), skoða myndir og lesa yfir síðasta kaflann, niðurstöður og umræður.

Sækja skýrsluna HÉR

Read more… →

Stefnumótun, stjórnsýsluúttekt og fleira

Ráðherra er þakkað það frumkvæði að fara þá leið að kalla eftir umsögnum um áherslur og  fyrirhugað verklag matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla.   Bundnar eru miklar vonir um að nú verði faglega og heiðalega staðið að stefnumótun fyrir fiskeldi. Ráðherra er óskað velfarnaðar í þeirri vinnu sem er framundan. Undirritaður hefur sent inn umsögn og vonandi að hún geti komið að einhverju gagni (fylgiskjal 1).

Read more… →