Ábending til Samkeppniseftirlitsins og lagareldisfrumvarpið

Ábending til Samkeppniseftirlitsins

Málið varðar aðgangshindranir og samkeppnishömlur sem settar hafa verið í lög og reglugerðir fiskeldis og fyrirhugað er að gera í frumvarpi um lagareldi til hagsbóta fyrir laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila. Það er búið að að blokkera eldissvæði/firði með það að yfirskyni að það eigi að hefja eldi á ófrjóum  laxi til að hindra aðgengi nýrra aðila og leggja til hagstætt úthlutunarkerfi með samkeppnishömlunum til að tryggja hagsmuni núverandi rekstrarleyfishafa.

Hér er hægrt að sækja PDF skjalið

Til fjárhagslegs ávinnings

Þrjár greinar sem fjalla um hvernig unnið hefur verið að fjárhaglegum ávinningi fámenns hóps í gegnum stefnumótun stjónvalda og setningu laga allt frá árinu 2017. Jafnframt er fjallað um fjárhaglegan ávinning fámenns hóps ef frumvarp um lagareldi nær fram að ganga á næsta þingi. 

  1. Frumvarp um lagareldi: Flutningur og framsal til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 25.06.2024.
  2. Frumvarp um lagareldi: Útboð á svæðum og heimildum. Morgunblaðið 15.06.2024.
  3.  Frumvarp um lagareldi: Til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 04.06.2024

Frumvarp um lagareldi: Til fjárhagslegs ávinnings

Höfundur sendi inn umsögn við frumvarp til laga um fiskeldi á árinu 2019 og því miður hefur margt af því sem þar var varað við raungerst. Aftur er varað við og nú vegna frumvarps um lagareldi sem er til meðferðar á Alþingi Íslendinga. Hér á eftir verður eingöngu fjallað um þann þátt frumvarpsins sem snýr að mögulegum fjárhagslegum ávinningi fámenns hóps fjárfesta. En fyrst skulum við skoða ferli málsins.

Undirbúa jarðveginn
Fyrirtæki fyrrverandi stjórnarformanna Arnarlax og Ice Fish Farm sóttu markvisst um eldissvæði í flestum fjörðum þar sem ekki var bannað að vera með laxeldi í sjókvíum. Útbúin var viðskiptaáætlun þar sem eldissvæðin og framleiðsluheimildir voru verðmætin og erlendir aðilar fengnir að borðinu með fjármagn. Stjórnarformennirnir létu skipa sig í opinberan starfshóp um stefnumótun í fiskeldi. Fyrirtæki stjórnarformanna, sem voru búin að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, urðu helstu ráðgjafar stjórnvalda. Mikilvægt var að hafa ítök innan ráðuneytis og þar voru starfsmenn sem höfðu sterka tengingu við þáverandi stjórnarformann Arnarlax. Gefin var út stefnumótunarskýrsla á árinu 2017 með hagstæðum tillögum fyrir stjórnarformennina, með væntingum um fjárhagslegan ávinning þar sem eldisleyfin voru verðmætin.

Pdf skjal af greininni

Read more… →

Frumvarp til laga um lagareldi – Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar hf.

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Um 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum sem vonandi nýtast við að betrumbæta frumvarpið. Þannig að það sé sagt er margt jákvætt og gott við frumvarpið en um það er ekki sértaklega fjallað. Frumvarpið um lagareldi þarfnast þó verulegrar endurbóta ef niðurstaðan á ekki að vera eins og í tilfelli laga um fiskeldi samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Til fjárhagslegs ávinnings

Undirbúningur og gerð laga um fiskeldi á árinu 2019 snérist í of miklu mæli um að erlendir fjárfestar og íslenskir fulltrúar þeirra næðu sem mestum fjárhagslegum ávinningi.  Tilgangur með umsögn við frumvarp um lagareldi er einkum að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjárhagslegan ávinning fámenns hóps fjárfesta á kostnað umhverfismála og að eigur Íslendinga verði fótum troðið.

PDF skjal af umsögn

Read more… →

Slysasleppingin í Patreksfirði

Hinn 20.  ágúst 2023  var tilkynnt um gat á netpoka í sjókví hjá Arctic Sea Farm í Patreksfirði dótturfélaga Arctic Fish. Talið var að tæplega 3.500 eldislaxar hafi sloppið. Í lok ágúst var búið að veiða eldislax í ám á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðvesturlandi. Um miðjan september hafði verið tilkynnt um 100 eldislaxa í veiðiám, október um 300 og í desember voru þeir orðnir rúmlega 400 talsins.  Engar ár með laxi eru í Patreksfirði og dreifðu eldislaxarnir sér því í laxveiðiár yfir stórt svæði.

Ummæli og viðbrögð

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish gerði strax lítið úr slysasleppingunni sem vakti hörð viðbrögð andstæðinga sjókvíeldis. Þegar umfang og alvara málsins kom í ljós steig forstjóri félagsins fram og harmaði atburðinn og bauðst til að greiða kostnað við að fjarlægja eldislaxinn úr veiðiám. Málið vakti mikla athygli og umtal í  íslenskum fjölmiðlum, það var mótmælt á Austurvelli, á Alþingi Íslendinga var lagt til að banna sjókvíaeldi á laxi og málið fékk töluverða umfjöllun erlendis.

Skýrsluna má finna HÉR

Read more… →

Drög að frumvarpi um lagareldi

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar (fylgiskjal 1) við drög að frumvarpi um lagareldi. Aðrar umsagnir má finna á samráðsgáttinni.

Jákvætt og neikvætt

Það er margt gott og jákvætt í frumvarp um lagareldi en annað þyrfti að útfæra betur. Það sem vekur sérstaka athygli:

  • Flókið: Hve flókin útfærslan er og í því sambandi er m.a. bent á laxahluti (kafli VII), strok (VIII) og forsendubrest (64 gr.).
  • Óréttlátt: Refsing með skerðingu leyfa/heimilda bitna einnig á starfsmönnum, þjónustuaðilum og nærsamfélaginu, s.s. vegna forsendubrests (64 gr.).
  • Ekki dómtækt: Að refsiákvæði í sumum greinum frumvarpsins munu vart vera dómtæk ef málið fer fyrir íslenska dómstóla, s.s. ákveðnar greinar um strok (kafli VIII) og afföll (kafli IX).
  • Óvissa: Oft er töluverð óvissa vegna fyrirhugaðra setningu reglugerða s.s. áhættumat erfðablöndunar (6 gr.), afmörkun smitvarnasvæða (11 gr.) og punktakerfi (58 gr.).
  • Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi (33 gr.), heimild til verðsetningar (120 gr.) og heimild til leigu laxahluta (kafli VII kafli) færir auðlindina íslenskir firðir nær því að teljast til eignar sem þá er í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta.
Read more… →