Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir eru nú tileinkuð vinnubrögðunum við undirbúning og gerða laga um fiskeldi sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Í þessum blaði Fiskeldisfrétta er að finna í heild sinni allar greinar sem hafa verið birtar um þetta mál á tímabilinu frá október 2020 til lok ársins 2021.

Fiskeldisfréttir (pdf skjal) HÉR

Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana

Undirritaður hefur sent inn umsögn við áhættumati erfðablöndunar í umhverfismati áætlana.  

Vegna tímaskorts tókst ekki að klára umsögn í því formi sem stefnt var að.   Í því sambandi er þó bent á að fyrirséð er að undirritaður mun veita áhættumati erfðablöndunar andmæli á næstu árum og þá taka mun betur fyrir ýmsa þætti er varða áhættumatið.  

Áhættumat erfðablöndunar leggur til  umfangsmiklar framleiðsluheimildir  og  aðferðafræði sem  fela  í  sér  brot  á  ýmsum  lögum  og  í  raun  gefur  norskættuðum strokulöxum frjálsan aðgang að veiðiám á eldissvæðum til að hrygna með íslenskum  villtum löxum.  Það sorglega er að áhættumat erfðablöndunar er að valda skaða á  íslenskum laxastofnum á eldissvæðum og hefur lítið sem ekkert með umhverfisvernd að gera. Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild á Alþingi Íslendinga fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax með innleiðingu áhættumats erfðablöndunar.

Hægt er að sækja greinagerðina HÉR

Lög um fiskeldi og ólígarkar

Í fyrstu greininni af sextán í Morgunblaðinu var komist þannig að orði ,,undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga“.  Í greininni var rakið hvað hafði verið gert til að reyna að vekja athygli stjórnmálamanna á málinu án þess að þeir hefðu fyrir því að svara eða þakka fyrir ábendingarnar. Ítrekað hefur verið farið fram á að gerð verði opinber rannsókn m.a. beiðni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis, án þess að það hafi skilað árangri.

Greining (pdf skjal) í Morgunblaðinu HÉR

Erlent eignarhald í laxeldi og sjávarútvegi

Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá árinu 2017 var lagt til ,,að ekki verði settar sérstakar takmarkanir á erlent eignarhald í íslensku fiskeldi. Slíkar reglur myndu draga úr fjárfestingum erlendra aðila í fiskeldi hér á landi og þannig skapa óvissu um framþróun fiskeldis“.  Á þessum tíma voru laxeldisfyrirtæki með erlenda eignaraðild þá þegar komin í meirihlutaeigu útlendinga. Í rökstuðninginum var meðal annar bent á alþjóðlegar skuldbindingar að ekki væri heimilt að takmarka ,,fjárfestingar erlendra aðila á EES svæðinu“.   En er það þannig?

Pdf skjal af greininni sem birtist í Morgunblaðinu

Stór laxeldisfyrirtæki og lítil sjávarútvegsfyrirtæki?

Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 2017 var ,,lagst gegn því að setja hámark á framleiðslumagn eins rekstrarleyfishafa þar sem mikilvægt er að byggja á stærðarhagkvæmni rekstursins“.   Talið var að slíkt ákvæði skapaði fjárhagslega óvissu og yrðu erfið í framkvæmd.  Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða voru í stefnumótunarhópnum og með því að koma í veg fyrir að sett yrði hindrun á stærð fiskeldisfyrirtækja gátu þeir tryggt sér meiri fjárhagslegan ávinning.

Pdf skjal af greininni í Morgunblaðinu 

Verðmæti eldisleyfa sem eru í eigu útlendinga

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra fjárfesta og íslenskra leppa þeirra.  Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru  þátttakendur í starfshópnum sem sömdu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslega ávinnings.  Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.  Drifkrafturinn hefur verið að tryggja sér sem mest af eldissvæðum fyrir sjókvíaeldi á laxi, síðan skrá laxeldisfyrirtækin á erlendan markað og ná mikilli hækkun í hafi sem fyrst og fremst liggur í verðmætum eldisleyfa. Eitthvað hefði verið sagt ef þetta hefði verið framgangan varðandi regluverk í kringum íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.   

Áhættumat erfðablöndunar er notað til að úthluta framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila og hefur lítið sem ekkert með umverfisvernd að gera. Höfundur hefur skrifaður fjöldi greina um vankanta áhættumats erfðablöndunar í Bændablaðinu. 

Pdf skjal af greininni í Bændablaðinu