Áhættumat erfðablöndunar verkfæri íslensku leiðarinnar

Þann 19. júlí 2019 tóku í gildi breytt lög um fiskeldi nr. 71/2008 og þar var m.a. áhættumat erfðablöndunar lögfest.  Hafrannsóknastofnun hannaði áhættumatið og í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út árið 2017 var lagt til að lögfesta áhættumatið.  Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að stefna stjórnvalda sé að gæta ýtrustu varúðar þar sem ,,sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi“ og í því samhengi mikilvægt að lögfesta áhættumat erfðablöndunar. En er í raun gætt ýtrustu varúðar?

Greinin í Morgunblaðinu

Lesa meira

Að vekja athygli á málinu

Forsvarsmenn laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila, tóku auðlindina, sömdu leikreglur til að setja leyfisveitingarferlið í hagstæðan farveg og fóru með tillögurnar í gegnum alla stjórnsýsluna og löggjafavaldið, sjálfum sér og sínum til fjárahagslegs ávinnings. Sumir kalla aðferðafærðina íslensku leiðina þar sem siðferðinu er ýtt til hliðar og fjárhagslegur ávinningur þröngs hóps ræður för.  Valdimar Ingi Gunnarsson hefur vakið athygli á þessum vinnubrögðum í fjölda greina sem skrifaðar voru í blöð á árinu 2020.

Litlu laxastofnarnir – Skortur á vöktun og hugsanlegar skaðabótarkröfur

Á árinu 2017 birtu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar skýrslu þar sem sýnt var fram á innblöndun eldislaxa við litla laxastofna á vestanverðum Vestfjörðum.  Í framhaldinu kom fram í umræðum áhyggjur vísindamanna um áhrif umfangsmikils laxeldis í sjókvíum á villta laxastofna. Bent var á mikilvægi þess að vakta þessa stofna.

Birtist í Bændablaðinu 3. desember 2020

Fiskeldisfréttir fjalla um áhættumat erfðablöndunar

Fylgst hefur verið með undirbúningi og gerð laga um fiskeldi og hafa vinnubrögðin vakið athygli. Sumir kalla aðferðafærðina íslensku leiðina þar sem siðferðinu er ýtt til hliðar og fjárhagslegur ávinningur þröngs hóps ræður för.   

Í nýjustu Fiskeldisfréttumer fjallað um áhættumat erfðablöndunar sem hefur það hlutverk að úthluta framleiðsluheimildum á frjóum laxi til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila en hefur ekkert eða lítið með umhverfisvernd að gera. Að uppistöðu eru Fiskeldisfréttir nú byggðar á tíu greinum sem voru birtar í Bændablaðinu á þessu ári og mynda hér eina heild. 

Litlu laxastofnunum fórnað til að auka framleiðsluheimildir á frjóum eldislaxi

Hinn 25. ágúst 2020 var lögð fram á Alþingi skýrsla óháðrar nefndar með erlendum og íslenskum sérfræðingi þar sem tekið var fyrir áhættumat erfðablöndunar.  Skýrslan ber heitið ,,Skýrsla  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um niðurstöður óháðrar nefndar um athugun á aðferðarfræði, áhættumati og greiningum á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“Vísindanefnd sem fékk það hlutverk að rýna áhættumat erfðablöndunar fékk ekki upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um minni veiðiárnar.   Á Vestfjörðum eru a.m.k. 23 veiðiár þar sem villtur lax hrygnir þó í mjög mismunandi umfangi (tafla 1).  

Litlu laxastofnanir sem á að fórna

Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur sérhagsmunaaðila ásamt opinberum starfsmönnum. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu árið 2017 sem var grunnur að lögum um fiskeldi sem samþykkt voru á árinu 2019.  Í vinnu stefnumótunarhópsins er hugað að sérhagsmunum, þar sem drifkrafturinn var að tryggja hagsmuni stærri laxeldisfyrirtækja og stærri veiðifélaga. Fulltrúum almennings s.s. sveitafélaga var haldið frá og lítið sem ekkert tekið tillit til þeirra athugasemda og ábendinga í ferlinu fram að því að lögum um fiskeldi voru samþykkt.  Niðurstaðan var að áhættumat erfðablöndunar var innleitt með lögum um fiskeldi á árinu 2019 sem fól m.a. í sér að litlu laxastofnunum á eldissvæðum var fórnað.  Meginhlutverk áhættumats erfðablöndunar er að tryggja framleiðsluheimildir fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila.