Strandbúnaður 2018

Strandbúnaður 2018 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 12 – 13.mars. Á Strandbúnaði 2017 voru um 260 skráðir þátttakendur og vonumst við til að vel verði einnig mætt á næsta ári.

Dagskrá
Stjórn ráðstefnunnar hefur nú hafið undibúning að Strandbúnaði 2018. Dagskrádrög mun birtast seinnihluta ársins.

Nánari upplýsingar um strandbúnað er á vefsíðunni http://strandbunadur.is/

Fiskeldisfréttir apríl 2017

Á árinu 2016 voru Fiskeldisfréttir gefnar út á um tveggja mánaða fresti og prentuðu eintaki dreift til allra fiskeldisstöðva. Á þessu ári verður dregið úr útgáfunni og prentuðu eintak ekki dreift a.m.k. fyrrihluta ársins.  Nú er aðeins ein grein í Fiskeldisfréttum og er fjallað um laxalús sem hefur verið allnokkur í umræðunni. Ástæðan þess að umsvif Fiskeldifrétt verða minni í ár er að erfiðlega hefur gengið að fá menn til að skrifa í blaðið og hefur verið tap á því. Jafnframt er orðinn of mikill ágangur í styrki og auglýsingar frá þjónustufyrirtækjum, sérstaklega með tilkomu vettvangsins Strandbúnaður.

 

Sækið nýjasta eintak af Fiskeldisfréttum hér.

 

 

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur nú gefið út ársskýrslu sína vegna ársins 2016. Á árinu voru framleidd 15.129 tonn sem er met framleiðsla í fiskeldi sem verið hefur hér á landi. Framleiðsla í skeldýrarækt er ennþá frekar lítil.   Í skýrslu dýralæknis fisksjúkdóma kemur m.a. fram:

,,Árið 2016 reyndist fremur farsælt fiskeldisár á marga vísu. Eitt af því sem stendur upp úr er að aldrei áður hefur framleiðsla til slátrunar og vinnslu aukist jafn mikið á milli einstakra ára, eða um heil 82% og mun það met eflaust standa um ókomin ár. Uppbygging mikilvægra grunnstoða héldu áfram og þau fyrirtæki sem höfðu áform um nýframkvæmdir héldu sínu striki. Það má þó ljóst vera að miðað við fjölda og stærð seiðaeldisstöðva mun framleiðsluaukning í eldi laxfiska verða á fremur rólegum nótum allra næstu ár. Nánast engin breyting hefur orðið á fjölda fyrirtækja og aðeins ein ný sjókvíaeldisstöð mun bætast í flóruna árið 2017“.

Erindi á Strandbúnaði 2017

Nú er hægt að sækja flest öll erindi sem haldin voru á Strandbúnaði 2017 á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2017. Jafnframt er hægt að sækja tæplega 40 myndir á vef ráðstefnunnar.
Skráðir þátttakendur voru um 260 manns sem verður að teljast nokkuð gott miðað við fyrstu ráðstefnu vettvangsins. Til samanburðar voru skráðir þátttakendur 315 á fyrstu Sjávarútvegsráðstefnunni en eru nú um 800.