Eignarhald í laxeldi á Íslandi

Í september 2022 var lögð fram í annað sinn þingsályktunartillaga um eignarhald í laxeldi þar sem lagt var til að Alþingi feli matvælaráðherra að skipa starfshóp sem hafi það að markmiði að:

  • koma fram með tillögur um hvernig takmarka megi samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum,
  • skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum.

Málið er nú hjá atvinnuveganefnd.

Read more… →

Áhættumat erfðablöndunar og fréttatilkynning Hafrannsóknastofnunar

Þann 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef Hafrannsóknastofnunar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt:

“Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnrýni sinni á Áhættumat erfðablöndunar og úthlutun stjórnvalda á heimildum til sjókvíaeldis á laxi. Valdimar sakar meðal annars Hafrannsóknastofnun um að ganga erinda erlendra fyrirtækja í þeim tilgangi að tryggja íslenskum fulltrúum þeirra mikinn fjárhagslegan ávinning. Lokun fyrir laxeldi í innri hluta Ísafjarðardjúps túlkar Valdimar sem beina aðför að hagsmunum fyrirtækja í íslenskri meirihlutaeigu. Valdimar fullyrðir jafnframt að áhættumatið hafi lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og að litlum veiðiám sé fórnað til þess eins að geta veitt erlendum aðilum eldisheimildir. Hann klykkir út með því að vitna í umsögn þess eðlis að með lögfestingu áhættumatsins hafi verið gefin lagaheimild til þess að erfðablanda íslenskan lax. Valdimar ýjar jafnframt að því að annarleg sjónarmið og spilling hafi ráðið för við úthlutun eldisheimilda. Þegar svo alvarlegar ásakanir eru lagðar fram á opinberum vettvangi gagnvart Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar, verður ekki hjá því komist að bregðast við með einhverjum hætti”.

Read more… →

Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla og takk fyrir að vekja athygli á málinu

Það hefur verið upplýsingaóreiða í umfjöllun í fjölmiðlum um hlutfallið á milli framleiðslumagns og hámarkslífmassa í fiskeldi. Í meðfylgjandi viðhengi eru gögn og heimildir til að auðvelda fjölmiðlamönnum að setja sig inn í málið og stuðla þannig að faglegri umfjöllun (fylgiskjal 1).  Fulltrúar laxeldisfyrirtækja telja að Ríkisendurskoðun ofmeti hlutfallið á milli framleiðslu og hámarkslífmassa. Margir kunna að spyrja sig af hverju er þessi umræða og af hverju er hún mikilvæg?  Svarið er í  raun einfalt, málið snýst um verðmæti eldisleyfa, verja það sem hefur áunnist og reyna fela þau mistök sem hafa átt sér stað.

Read more… →

Lög um fiskeldi og nýja leyfisveitingarkerfið

Laxeldisfyrirtæki stjórnarformanna Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru búin að koma núverandi leyfisveitingarkerfi í uppnám á árinu 2016 og vinnan fólst m.a. í því að útfæra nýtt leyfisveitingarkerfi.  Stjórnarformennirnir komu sér í starfshóp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem skilaði af sér skýrslu með hagstæðum tillögum fyrir laxeldisfyrirtækin á árinu 2017.  Kjartan Ólafsson og Guðmundur Gíslason stjórnarformenn fyrirtækjanna urðu þannig helstu ráðgjafar stjórnvalda og tillögurnar voru samþykktar á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.  Útfærslan á leyfisveitingarkerfinu fyrir ný svæði er að Hafrannsóknastofnun ákveður skiptingu fjarða á grundvelli lífræns burðarþols og í framhaldinu eru ný svæði auglýst.

Pdf skjal af greininni

Read more… →

Lög um fiskeldi – Þöggunin og verkefni fyrir fjölmiðla

Nú er komið í hámæli þau ófaglegu vinnubrögð og spillingin sem hefur einkennt vinnuna við undirbúning og gerða laga um fiskeldi og eftir að lögin voru samþykkt.  Þar ber að þakka   matvælaráðherra og Ríkisendurskoðun. Það er umhugsunarvert af hverju það voru ekki fjölmiðlar sem komu þessu máli á hreyfingu þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar ábendingar m.a. undirritaðs.  Vissulega var einn fjölmiðill duglegur að benda á spillinguna og á sá fjölmiðill þakkir fyrir sitt framlag.

Read more… →

Lög um fiskeldi – Beiðni um opinbera rannsókn

Beiðni um opinbera rannsókn

Í fyrri pósti hér að neðan kemur fram að þann 20. maí 2019 hafi undirritaður sent tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi.  Þessari beiðni var svarað með því að svara engu.  Nokkrum sinnum var beiðnin ítrekuð við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í tölvupóstum og auglýst í fjölmiðlum án árangurs. Nú er farið fram á að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að þessi rannsókn verði gerð (fylgiskjal 1). Hér ber sérstaklega að skoða hvernig fulltrúar erlendra fjárfesta í stefnumótunarhópnum gátu hannað leikreglurnar í gegnum opinbera stefnumótun, skjalfest í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.

Read more… →