Fiskeldisfréttir nr. 1 2023

Undirritaður hafði frumkvæði að því að Strandbúnaður ehf. var stofnaður árið 2016 og sá um rekstur hans til ársins 2020.  Það hefur afleiðingar að hafa skoðanir og gagnrýna spillingu. Forsvarsmenn í greininni beittu sér að því að Valdimar Inga Gunnarssyni var bolað frá sem framkvæmdarstjóra Strandbúnaðar vegna hans  gagnrýni á spillingu. Á það að vera refsivert að gagnrýna spillingu?

Í Fiskeldisfréttum er nú fjallað um vafasöm vinnubrögð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og rekstur Strandbúnaðar á árunum 2017-2020.

Sækja Hér

Ársskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu

Í Fiskeldisfréttum hefur alltaf verið fjöldi mynda af fiskeldi en að þessu sinni eru fyrst og fremst myndir af hrafni. Margir þekkja glysgirni hans, svo  ekki sé talað um stríðnina og hversu þjófóttur hann er. Hrafninn er mikil persóna og býr yfir mannlegri hegðun. Sumir frumkvöðlar í íslensku fiskeldi geta eflaust speglað sig í hegðun hrafnsins.  Í gamalli þjóðtrú segir að Guð launi fyrir hrafninn, geri þeim gott sem gauka einhverju að honum. Þrátt fyrir að vinnubrögð frumkvöðla standist ekki skoðun má ekki geyma því að framganga þeirra hefur ýmislegt jákvætt leitt af sér – Að vísu er greinin mjög umdeild og ekki allir sammála að uppbygging laxeldis í sjókvíum sé jákvæð.  

Skýrslan HÉR 

Read more… →

Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögur og staðan

Stefnumótun í fiskeldi

 Hér er um að ræða úttekt á vinnu og tillögum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Um er að ræða tímabilið desember 2016 til ágúst 2017 en til að geta metið stöðu einstakra málaflokka í tillögum stefnumótunarhópsins er horft lengra fram í tímann allt til þessa árs. Skýrslan er hluti þeirra vinnu að kortleggja vinnubrögð sem viðgengust við undirbúning og gerð laga um fiskeldi til að fá betri heildarmynd sem  verður dregin saman í  bókinni  Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ og einnig stuðst við skrifum á greinum í fjölmiðlum á næsta ári. Jafnframt er vonast til að þessi rannsóknarskýrsla nýtist Ríkisendurskoðun við úttekt á stjórnsýslu fiskeldis og Matvælaráðuneytinu við stefnumótun í fiskeldi eða hvað ber að varast í þeirri vinnu. Starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna sem þau nýttu sér ekki. Í minni vinnu er áhersla lögð á að vinna faglega og er það miður ef staðreyndarvillur er að finna í skýrslunni.

Ná í skýrsluna

Read more… →

Landsamband fiskeldisstöðva

Landsamband fiskeldisstöðva (LF) hefur verið hagsmunasamtök fiskeldis í áratugi.  Stefnumótun í fiskeldi var eitt af mikilvægum verkefnum LF þar sem hlutverk félagsins var að gæta hagsmuna aðildarfélaga.

Á árinu 2017 áttu Arnarlax, Arctic Fish, Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi, öll fyrirtækin í meirihlutaeigu erlendra aðila, fulltrúa í stjórn Landsambands fiskeldisstöðva. Framleiðsla laxeldisfyrirtækjanna jókst mikið, en áhrif og atkvæðavægi réðist af veltu aðildarfélaga. Laxeldisfyrirtækin voru því í raun búin að yfirtaka LF á árinu 2017.

Read more… →

Skýrsla um Arctic Fish og fleira

Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Í fylgiskjali 1 er að finna skýrsluna  Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings.  Vakin er athygli á því að fremst í skýrslunni er stutt samantekt sem gefur gott yfirlit yfir innihald og niðurstöður.  Hér er um að ræða lýsingu og greiningu á starfsemi Arctic Fish allt frá því að fyrirtækið var stofnað fram á þetta ár. Skýrslan er hluti þeirra vinnu að kortleggja vinnubrögð sem viðgengust við undirbúning og gerða laga um fiskeldi til að fá betri heildarmyndina sem  verður dregin saman í  bókinni  Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“.

Read more… →

Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Arctic Fish var stofnaður árið 2011 af NOVO ehf. og Bremesco Holding Ltd., aflandsfélagi á Kýpur. Þegar mesta var, voru dótturfélög Arctic Fish fjögur;  Arctic Smolt með seiðaeldishlutann, Arctic Sea Farm með sjókvíaeldishlutann og Arctic Oddi með slátrun og vinnslu.  Jafnframt var tímabundið í rekstri félagið Arctic Land með eldi á bleikju. Á frumkvöðlaárunum (2011-2015) var Artic Fish með eldi á regnbogasilungi, afföll voru mikil og samanlagt tap á tímabilinu var um 1,5 milljarður ISK.  

Í byrjun uppbyggingartímabilsins (2016-2020) var Arctic Fish komin með 6.000 tonna leyfi og í lok þess voru eldisleyfin komin upp í 17.100 tonn og áform voru um 14.800 tonn sem voru í umsóknarferli. Samanlagt tap á rekstri Arctic Fish á tímabilinu var um 2,4 milljarðar ISK.  Á árinu 2016 kemur Norway Royal Salmon (NRS) inn sem hluthafi í Arctic Fish með 2,9 milljarða ISK framlag sem gaf 50% eignarhlut. Tilkynnt var á árinu 2020 að stefnt væri á erlendan hlutabréfamarkað og áður en það var gert juku eigendur verulega hlutafé sitt í félaginu.

PDF skjal af skýrslunni

Read more… →