All posts by Valdimar Ingi Gunnarsson

Auglýst eftir viðbröðgum

Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðs fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga.

Spurt er hvort það geti talist eðlilegt að ákveðnir aðilar sem hafa gríðarlega hagsmuna að gæta komi að undirbúningi og gerð breytinga á lögum um fiskeldi sem fela í sér fjárhagslegan ávinning fyrir viðkomandi.

Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að nefndin tæki málið til rannsóknar og eftir atvikum skipaði óháðan rannsóknaraðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis án þess að þeim erindum hafi verið svarað efnislega.

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu 14.11.2019

Nú er auglýst eftir viðbrögðum

Málið varðar athugasemdir við lög um fiskeldi sem samþykkt voru í vor. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.

  1. Þann 29. mars 2019 sendi undirritaður umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
  2. Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit.
  3. Þann 30. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.
  4. Þann 11. júní 2019 var sendur póstur til fjölmiðla og þar sem þeir voru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál.
  5. Beiðni um opinbera úttekt hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  6. Þann 17. október 2019 var byrjað að auglýsa í fjölmiðlum eftir viðbrögðum varðandi beiðni um opinbera úttekt.

Lesa meira

Athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið, stefnumótunarskýrsluna og áhættumatið

Sendar hafa verið inn athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi og gert margar alvarlegar athugasemdir. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt munu Íslendingar standa að baki nágrannalöndum í umhverfismálum laxeldis er varðar erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag. Það er því full ástæða til að staldra við, láta fara fram faglega vinnu með aðstoð og ráðgjöf erlendra sérfræðinga frá löndum sem standa fremst í umhverfismálum laxeldis.

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt hafa verið gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Alls var slátrað 19.077 tonnum af eldisfiski á liðnu ári og dróst heildarframleiðsla saman um tæp 9% á milli ára. Þar vó þyngst kröftugur samdráttur í eldi regnbogasilungs sem fór úr 4.628 tonnum og niður í 295 tonn og má segja að hann sé kominn niður í þær tölur sem algengar voru fyrir nokkrum árum síðan. Framleiðsla á laxi jókst um rúm 2.000
tonn, eða tæp 20%. Þrátt fyrir samdrátt hjá Arnarlaxi vegur upp að tveir nýir framleiðendur hófu slátrun á Austfjörðum á liðnu ári og árið 2019 hefst slátrun hjá nýjum aðila á Vestfjörðum. Þá varð einnig rúm 10% auknin í slátrun á bleikju, en eldi þorsks og senegalflúru stendur í stað.

Skýrsluna er hægt að sækja HÉR