All posts by Valdimar Ingi Gunnarsson

Lög um fiskeldi – Rannsóknir og skrif næstu tvö ár

Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi (fylgiskjal 1). Málið varðar spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt.  Mín vinna gegn spillingu síðustu rúm þrjú ár hefur reglulega tekið breytingum (fylgiskjal 2).

Ekki leigupenni

Að gefnu tilefni er hér tekið fram að undirritaður er ekki leigupenni fyrir ákveðna aðila eða þiggur greiðslu fyrir þessa vinnu. Mér hefur hreinlega ofboðið þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð allt frá árinu 2017. Það voru tveir slæmir valkostir, þ.e.a.s. gera ekki neitt eða stíga fram sem ég taldi betri valkost.

Read more… →

Arnarlax – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Hér er um að ræða vinnuskjal sem samantekt verður tekin úr og birti í bókinni Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ sem er ætlað að gefa heilstætt yfirlit yfir m.a. þau vinnubrögð og spillingu sem hefur viðgengst við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Farið er yfir málið allt frá stofnun Arnarlax til lok ársins 2021. Hér er um að ræða langa skýrslu en bent er á að hægt er að átta sig á innihaldinu með að lesa áherslupunkta (merkt blátt), skoða myndir og lesa yfir síðasta kaflann, niðurstöður og umræður.

Sækja skýrsluna HÉR

Read more… →

Stefnumótun, stjórnsýsluúttekt og fleira

Ráðherra er þakkað það frumkvæði að fara þá leið að kalla eftir umsögnum um áherslur og  fyrirhugað verklag matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla.   Bundnar eru miklar vonir um að nú verði faglega og heiðalega staðið að stefnumótun fyrir fiskeldi. Ráðherra er óskað velfarnaðar í þeirri vinnu sem er framundan. Undirritaður hefur sent inn umsögn og vonandi að hún geti komið að einhverju gagni (fylgiskjal 1).

Read more… →

Strandbúnaðarmálið, þöggun og lög um fiskeldi

,,Strandbúnaðarmálið“ er áhugavert, fróðlegt og lærdómsríkt er varðar aðferðafræði við þöggun.   Það sem hefur einkennt viðbrögð við mína gagnrýni á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi er þöggun.  Strax eftir að að undirritaður sendi inn athugasemd við frumvarp um fiskeldi (fylgiskjal 1) fyrrihluta ársins 2019 hringdi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og fulltrúi í starfshópi  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, og fór fram að umsögn mín yrði dregin til baka.  Fljótlega á eftir fylgdi SMS ,,Þetta hefur eftirmála“.  Rafræn bók sem er verið að skrifa um málið hefur því fengið heitið Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“.  Áður en lögin um fiskeldi voru samþykkt var farið í manninn en eftir það er beitt aðferðafræðinni þöggun enda ekki góðan málstað að verja.  

Read more… →

Er refsivert að gagnrýna spillingu? – Vinnan framundan

Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt.  Málið snýst um meira en 100 milljarða króna fjárhagslegan ávinning.  Ítrekað hefur verið farið fram á opinbera rannsókn en því hefur verið svarað með þöggun.

Vinnan framundan

  • Gagnrýnin: Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.  Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stefnumótun sérhagsmuna laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila.  Af fræðimönnum er þessi aðferðafræði nefnd að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture).
Read more… →

Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir eru nú tileinkuð vinnubrögðunum við undirbúning og gerða laga um fiskeldi sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Í þessum blaði Fiskeldisfrétta er að finna í heild sinni allar greinar sem hafa verið birtar um þetta mál á tímabilinu frá október 2020 til lok ársins 2021.

Fiskeldisfréttir (pdf skjal) HÉR