Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi (fylgiskjal 1). Málið varðar spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Mín vinna gegn spillingu síðustu rúm þrjú ár hefur reglulega tekið breytingum (fylgiskjal 2).
Ekki leigupenni
Að gefnu tilefni er hér tekið fram að undirritaður er ekki leigupenni fyrir ákveðna aðila eða þiggur greiðslu fyrir þessa vinnu. Mér hefur hreinlega ofboðið þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð allt frá árinu 2017. Það voru tveir slæmir valkostir, þ.e.a.s. gera ekki neitt eða stíga fram sem ég taldi betri valkost.