Kræklingur

Kræklingarækt

Hér á landi er notuð línurækt við ræktunina. Kræklingalirfur festa sig á safnara, vaxa og dafna og þegar markaðsstærð er náð er uppskera. Það er algengt að við ákveðna stærð er kræklingurinn stærðarflokkaður og sokkaður og síðan ræktaður upp í markaðsstærð. Það þekkist einnig að veiða villtan stóran krækling, auka holdfyllingu og stærð skeljar í ræktun og síðan uppskera. Framleiðsla hefur verið lítil eða undir 100 tonnum á ári.

Framleiðendur

Kræklingaræktendur hafa samtökin, Skelrækt, samtök skelræktenda. Margir hafa reynt fyrir sér með kræklingarækt allt í kringum landið fyrir utan suðurhluta landsins. Nokkur félög eru nú með kræklingarækt, m.a. Íslensk bláskel og Strandaskel.

Vefsíður

Lesefni