Kræklingarækt
Hér á landi er notuð línurækt við ræktunina. Kræklingalirfur festa sig á safnara, vaxa og dafna og þegar markaðsstærð er náð er uppskera. Það er algengt að við ákveðna stærð er kræklingurinn stærðarflokkaður og sokkaður og síðan ræktaður upp í markaðsstærð. Það þekkist einnig að veiða villtan stóran krækling, auka holdfyllingu og stærð skeljar í ræktun og síðan uppskera. Framleiðsla hefur verið lítil eða undir 100 tonnum á ári.
Framleiðendur
Kræklingaræktendur hafa samtökin, Skelrækt, samtök skelræktenda. Margir hafa reynt fyrir sér með kræklingarækt allt í kringum landið fyrir utan suðurhluta landsins. Nokkur félög eru nú með kræklingarækt, m.a. Íslensk bláskel og Strandaskel.
Vefsíður
Lesefni
- Áhættumiðað eftirlit með framleiðslusvæðum skelfisks. Matvælastofnun (2019)
- Skýrsla nefndar skipuð af sjávarútvegsráðherra til að meta stöðu og möguleika kræklingaræktar á Íslandi. Sjávarútvegs og landbúnaðarráuneytið. 23 bls. (2008)
- Kræklingarækt á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 76 (1–2): 63–69. (2007)
- Kræklingarækt á Íslandi. Veiðimálastofnun. VMST-R/0515. 59. bls (2005)
- Kræklingarækt: Sýnataka og skráningar. Veiðimálastofnun. VMST-R/0312. 12 bls. (2003)
- Kræklingarækt og æðarfugl. Veiðimálastofnun. VMST-R/0104. 21 bls. (2001)
- Línurækt: Efnisval, uppsetning og lagning á línum. Veiðimálastofnun. VMST-R106. 36 bls (2001)
- Arðsemi kræklingaræktar á Íslandi. Veiðimálastofnun. VMST-R/0024. 25 bls. (2000)
- Kræklingarækt: Tæknilausnir og kostnaður. Veiðimálastofnun. VMST-R/0023. 18 bls. (2000)
- Kræklingarækt á Íslandi. Veiðimálastofnun. VMST-R/0025. 81 bls (2000)
- Á Strandbúnaði er á hverju ári haldin áhugaverð málstofa um skeldýrarækt og þar er að finna mörg áhugaverð erindi.