Aðrar tegundir

Hrognkelsi

Framleidd hafa verið seiði sem flutt hafa verið til nágrannalanda og í minna mæli verið notuð í íslensku sjókvíaeldi. Seiðin eru notuð til að éta lús af laxfiskum. Framleiðendur hafa verið Stofnfiskur og Tilraunareldisstöð Hafrannsóknastofnunnar á Stað við Grindavík.

Sæeyra

Árið 1988 voru fyrst flutt inn sæeyru (Haliotis rufescens) til Íslands. Framleiðslan hefur mest verið um 25 tonn á ári. Sæeyru af þremur tegundum eru nú í eldi á vegum Sæbýlis ehf. á Eyrarbakka. Gerðar hafa verið tilraunir með „rauð eyru“ (Haliotis rufescens), „græn eyru“ eða Ezo (Haliotis discus hannai) og Kuro (Haliotis discus discus). Í dag virðist Ezo-tegundin vera sú tegund sem lofar bestu.

Beitarfiskur

Beitarfiskur eða Hekluborri er hitakær tegund sem hefur verið í tilraunareldi á Íslandi. Framleiðsla fram að þessu hefur verið mjög lítil.

Ostrur

Ungviði hefur verið flutt inn til landsins og ræktað í búrum í Skjálfandaflóa í nágrenni við Húsavík. Fram að þessu hefur ekki tekist að ná að rækta skelina upp í markaðsstærð. Óvissa er um framhald ræktunar á ostrum á Íslandi og erfiðlega hefur gengið að fá heimild til að flytja inn ungviði til framhaldræktunar.

Eldi á öðrum tegundum

Nokkrar aðrar tegundir hafa einnig verið í eldi á Íslandi en framleiðsla þeirra er hætt í flestum tilvikum.

Lúða: Eldi á lúðu var stundað á Íslandi í mörg ár en hefur nú lagðist af. Mest var framleitt tæp 150 tonn á ári og einnig var flutt út mikill fjöldi lúðuseiða.

Sandhverfa: Tegundin er tiltölulega hitakær og var skráð framleiðsla frá aldamótum til ársins 2013. Mest var framleitt um 110 tonn á ári en einnig voru flutt út sandhverfuseiði.

Sjóbirtingur: Tegundin var í eldi fram undir aldamótin og var framleiðslan mest tæp 40 tonn á ári. Framleiðsla seiða til sleppinga í ár og vötn hefur verið stunduð hér á landi.

Hlýri: Upp úr 2000 var tilraunareldi á hlýra stundað í nokkur ár.

Barri: Tegundin er tiltölulega hitakær tegund og var í eldi á Íslandi í kringumn aldamótin. Mest fór framleiðslan í um 75 tonn á ári.

Ýsa: Aðallega var um að ræða að smá ýsa væri fönguð og alinn upp í markaðsstærð. Eldið stóð yfir í stuttan tíma og var slátrað um 65 tonnum eitt árið.

Sæbjúgu: Eldi á sæbjúgu (Stichopus japonicus) hefur aðeins verið á tilraunarstigi og framtíð eldisins óljós.

Risarækja: Tilraunareldi á risarækju (Macrobrachium rosenbergii) var stundað um miðjan síðasta áratug, en framleiðslan náði aldrei einu tonni á ári.

Áll: Veiðar á áli og áframeldi hefur verið stundað í mjög litlu mæli.

Ígulker: Veiðar á villtum ígulkerjum og áframeldi hefur verið stundað í mjög litlu mæli.

Lesefni