Stjórnsýslan

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer með málefni er varða fiskeldi, fiskrækt og skeldýrarækt, þar á meðal er:

  • Eldi hvers konar nytjastofna í sjó eða ferskvatni, skipulag og eftirlit með því.
  • Veiði í ám og vötnum, fiskrækt, eftirlit og önnur veiðimál, þ.m.t. Fiskræktarsjóð.
  • Inn- og útflutning seiða og erfðaefnis.
  • Stuðning við rannsóknir, þróun og nýsköpun í fiskeldi og fiskrækt.

Ráðuneytið setur umgjörð um greinina með setningu laga og reglugerða. Einnig hefur ráðuneytið gefið út skýrslur sem er að finna neðst á síðunni.

Matvælastofnun

Matvælastofnun fer með úthlutun rekstrarleyfa til fiskeldisfyrirtækja skv. lögum nr. 71/2008 um fiskeldi og eftirliti með heilbrigði og velferð dýra. Stofnunin gefur einnig út ræktunarleyfi til skeldýraræktenda skv. lögum nr. 90/2011 um skeldýrarækt. Á vefsíðu Matvælastofnunar er yfirlit yfir öll fiskeldisfyrirtæki sem hafa rekstrarleyfi.

Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun er með starfsleyfisveitingar til lagareldisfyrirtækja og eftirlit með fiskeldi og er að finna lista yfir útgefin starfsleyfi á vef stofnunarinnar.

Fiskistofa

Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit ásamt því að safna og miðla upplýsingum um lax- og silungsveiðar. Stofnunin kemur m.a. að málum ef laxfiskar slepp úr eldisstöð.

Skýrslur gefnar út af ráðuneytinu