Fljótandi að feigðarósi

Ákveðnir hagsmunaaðilar komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi til að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning.   Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Það hefur ýmislegt verið reynt til að vekja athygli á þessu máli og hefur ferlið í stuttu máli verið eftirfarandi:

  1. Þann 29. mars 2019 voru sendar athugasemdir til Alþingi Íslands vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
  2. Þann 20. maí 2019 var sendur tölvupóstur til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.  Allir alþingismenn fengu afrit af póstinum.
  3. Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt.
  4. Þann 11. júní 2019 var send fréttatilkynning til fjölmiðla og þar sem þeir voru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál.
  5. Beiðni um opinbera úttekt hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á árangurs.
  6. Þann 17. október 2019 var byrjað að auglýsa í fjölmiðlum og kallað eftir viðbrögðum frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  7. Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis.
  8. Þann 14. janúar 2020 hófust skrif á greinum sem voru birtar í Morgunblaðinu.

Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan og sjá einnig tengingar í skjöl er varðar málið.

1. Umsögn við fiskeldisfrumvarpið

Þann 29. mars 2019 sendi undirritaður umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.). Þingskjal 1060 – 647. mál á 149. löggjafarþingi 2018- 2019. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á. Umsögnin Fljótandi að feigðarósi er að finna á veg Alþingis.

2. Tölvupóstur sendur til allra alþingsmann

Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar kemur m.a. fram: ,,Vegna þeirra alvarlegu annmarka sem eru á þeim gögnum sem fyrirliggjandi frumvarp byggir á, telur undirritaður að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis beri að taka málið upp og rannsaka og eftir atvikum að nefndin skipi óháða rannsóknaraðila til að yfirfara þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð“. Með tölvupóstinum fylgdu ítarlegar greinagerðir:

3. Beiðni send til Umboðsmanns Alþingis

Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Í svari umboðsmanns Alþingis frá 7. júní kemur fram: ,,Þegar umboðsmanni berast slíkar almennar ábendingar eru þær yfirfarnar með tilliti til þess hvort tilefni sé til að taka atriði sem koma fram í þeim til athugunar að eigin frumkvæði umboðsmanns. Við mat á því er m.a. litið til starfssviðs og áherslna umboðsmanns, hagsmuna sem tengjast málefninu sem um ræðir og málastöðu og nýtingar mannafla hjá embættinu. Verklagið er þannig að verði málefnið tekið til athugunar er viðkomandi ekki upplýstur sérstaklega um það heldur er tilkynnt um athugunina á heimasíðu embættisins, www.umbodsmadur.is.”

4. Fjölmiðlar upplýstir

Þann 11. júní 2019 var sendur póstur til fjölmiðla og þar kom m.a. eftirfarandi fram: ,,Fjölmiðlar eru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál. Vonandi geta meðfylgjandi gögn nýst við þá vinnu. Undirritaður hefur starfað við fiskeldi á Íslandi með hléum í um 30 ár, á seinni árum m.a. unnið við umhverfismöt fyrir fiskeldi, komið að gerð reglugerða og laga fyrir fiskeldi.  Vegna vinnu minnar á síðust árum tel ég mig hafa ágæta þekkingu á þeim málum sem tekin eru fyrir í meðfylgjandi greinagerðunum. Undirritaður eru reiðubúinn að veita frekari upplýsingar sé þess óskað”. DV birti hluta af fréttatilkynningunni en enginn fjölmiðill annar hefur lagt sig fram að nýta gögnin eða afla frekari upplýsinga”.

5. Ítrekað við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Beiðni um opinbera úttekt hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þann 27. maí svaraði þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar; ,,Bestu þakkir fyrir áminninguna – skal skoða málið áfram. Þingið í frekar miklu rússi þessa dagana en við höfum þetta í huga“.

Undirritaður hefur síðan í fjórgang, þ.e. 15. ágúst, 11. september, 24. september og 8. október sl. sent ítrekun til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu nefndarinnar, þ.e. hvort nefndin sæi ástæðu til að taka erindið til afgreiðslu. Einhverra hluta vegna hafa engin svör borist. Það virðist eiga að reyna þegja málið í hel – Það var því ákveðir að fara aðra leið til að reyna ná framgangi í málið.

6. Auglýst eftir viðbrögðum í fjölmiðlum

Þann 17. október 2019 var byrjað að auglýsa eftir viðbrögðun varðandi beiðni um opinbera úttekt. Eftirfarandi auglýsingar hafa verið birtar:

7. Ítrekun til Umboðsmanns Alþingis

Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis og m.a. bent á að fjölmargir tölvupóstar hafi verið sendir til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og auglýst eftir viðbrögðum þá hafi einhverra hluta vegna engin svör borist. Jafnframt var bent á að það væri að öllum líkindum vegna þess að þeir þingmenn sem sitja í þeirri nefnd eru á vissan hátt aðilar að málinu með að samþykkja breytingar lögum um fiskeldi sem byggja á skýrslu starfshóps um fiskeldi. Í svari Umboðsmanns Alþingis kemur m.a. fram: ,,… þá er það svo að starfssvið umboðsmanns tekur ekki til starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. a lið 4. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis. Umboðsmaður hefur því ekki heimildir til að taka störf nefndarinnar til athugunar. Ég bendi þér því á að leita til Alþingis með athugasemdir þínar þess efnis”.

8. Skrif á greinum í fjölmiðlum

Þann 14. janúar 2020 hófust skrif í fjöðmiðla og er viðfangsefnið að skrifa um vinnubrögðin við undirbúning og gerð laga um fiskeldi.