Ný dagsetning
Strandbúnaður 2020 verður haldinn mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október.
Sami ráðstefnustaður
Engin breyting hefur verið gerð á ráðstefnustað og verður Strandbúnaður á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá
Það var búið að birta dagskránna á vef ráðstefnunnar vegna ráðstefnu sem átti að halda seinnihluta þessarar viku. Eflaust má gera ráð fyrir einhverjum breytingum á dagskránni og verður það þá kynnt seinna.
Category Archives: Ráðstefnur
Dagskrá Strandbúnaðar 2020
Á ráðstefnunni verða 11 málstofur, tíu kynntar núna og ein í næsta mánuði. Flutt verða um 60 erindi á Strandbúnaði 2020. Eins og á síðasta ári eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilar Strandbúnaðar 2020 verða með áhugavert fræðandi efni tengt þeirra búnaði og þjónustu.
Flest erindi á Strandbúnaði 2020 eru á íslensku. Í nokkrum málstofum verður einnig að finna erindi á ensku eða um 25% erinda.
Dagskrádrög Strandbúnaðar 2020
Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Fjórða ráðstefna vettvangsins verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 19. – 20. mars. Gert er ráð fyrir að um 60 erindi verið flutt á Strandbúnaði 2020. Nú eru birt dagskrádrög með vinnuheitum erinda án nafns fyrirlesara. Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að birta endanlega dagskrá með nöfnum fyrirlesara.
Endanleg dagskrá Strandbúnaðar 2020 verður birt um miðjan janúar.
Skráning hefst um miðjan febrúar.
Nánari upplýsingar á slóðinni: https://strandbunadur.is/forsidufrettir/dagskradrog-strandbunadar-2020/
Sjávarútvegsráðstefnan 2019
Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin í Hörpu dagana 7.-8. nóvember.
Ráðstefnan er tíu ára og eru því um að ræða ákveðin tímamót.
• Um 100 áhugaverð erindi
• Tæplega 20 sýningarhaldarar verða í Hörpu
• Vettvangur til að fræðast og hitta fólk innan greinarinnar
Ráðstefnuhefti Strandbúnaðar
Ráðstefnuhefti Strandbúnaðar 2019
Nú er komið út ráðstefnuhefti Strandbúnaðar 2019. Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt er witt þörunganámskeið. Hægt er að sækja ráðstefnuheftið HÉR
Dagskrá Standbúnaðar 2019
Dagskrá Strandbúnaðar 2019
Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt er gert ráð fyrir þörunganámskeiði sem verða kynnt síðar.
Keypt erindi
Eins og á síðasta ári eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilar Strandbúnaðar 2019 kynna sína starfsemi, búnað og þjónustu. Ennþá er hægt að bæta fleirum við með keypt erindi.
Tungumálið íslenska og enska
Síðasta málstofan á ráðstefnunni, Salmon Farming in the North Atlantic, verður á ensku. Í öðrum málstofum á Strandbúnaði 2019 verður tungumálið íslenska utan örfárra erinda sem verða á ensku.
Færeyingar
Við getum margt lært af nágrönnum okkar í Færeyjum í laxeldi á landi og sjó. Að þessu sinni eru tveir Færeyingar sem eru með erindi á Strandbúnaði 2019.
Veggspjöld
Sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld, kynna rannsóknaniðurstöður, þjónustu o.s.frv. en nánari upplýsingar er að finna HÉR. Nemendur geta fengið að vera með veggspjald án gjalds en þurfa að greiða ráðstefnugjald.
Skráning
Skráning hefst um miðjan febrúar.