Category Archives: Ráðstefnur

Strandbúnaður 2018

Strandbúnaður 2018 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 12 – 13.mars. Á Strandbúnaði 2017 voru um 260 skráðir þátttakendur og vonumst við til að vel verði einnig mætt á næsta ári.

Dagskrá
Stjórn ráðstefnunnar hefur nú hafið undibúning að Strandbúnaði 2018. Dagskrádrög mun birtast seinnihluta ársins.

Nánari upplýsingar um strandbúnað er á vefsíðunni http://strandbunadur.is/

Erindi á Strandbúnaði 2017

Nú er hægt að sækja flest öll erindi sem haldin voru á Strandbúnaði 2017 á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2017. Jafnframt er hægt að sækja tæplega 40 myndir á vef ráðstefnunnar.
Skráðir þátttakendur voru um 260 manns sem verður að teljast nokkuð gott miðað við fyrstu ráðstefnu vettvangsins. Til samanburðar voru skráðir þátttakendur 315 á fyrstu Sjávarútvegsráðstefnunni en eru nú um 800.

Strandbúnaður með nýja vefsíðu

Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Félagið hefur nú fengið nýja vefsíðu: www.strandbunadur.is