Category Archives: Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir endurvaktar

Fiskeldisfréttir endurvaktar en þær voru áður gefnar út á árunum 2009 til 2017. Nýrri útgáfa Fiskeldisfrétta  verður nú gefin út í breyttu formi, þ.e.a.s. blaðið verður notað til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum ritstjóra um ýmis mál er tengjast fiskeldi.

Þessi útgáfa Fiskeldisfrétta verður tileinkuð þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem drifkrafturinn var fjárhagslegur ávinningur ákveðinna aðila. Stærsti hluti efnisins hefur áður birst í Morgunblaðinu en greinarnar mynda hér eina heild.

Hægt er að sækja Fiskeldisfréttir Hér

Fiskeldisfréttir apríl 2017

Á árinu 2016 voru Fiskeldisfréttir gefnar út á um tveggja mánaða fresti og prentuðu eintaki dreift til allra fiskeldisstöðva. Á þessu ári verður dregið úr útgáfunni og prentuðu eintak ekki dreift a.m.k. fyrrihluta ársins.  Nú er aðeins ein grein í Fiskeldisfréttum og er fjallað um laxalús sem hefur verið allnokkur í umræðunni. Ástæðan þess að umsvif Fiskeldifrétt verða minni í ár er að erfiðlega hefur gengið að fá menn til að skrifa í blaðið og hefur verið tap á því. Jafnframt er orðinn of mikill ágangur í styrki og auglýsingar frá þjónustufyrirtækjum, sérstaklega með tilkomu vettvangsins Strandbúnaður.

 

Sækið nýjasta eintak af Fiskeldisfréttum hér.

 

 

Fiskeldisfréttir desember 2016

Strandbúnaður, hvað er nú það? Í þessum Fiskeldisfréttum verður m.a. sagt frá Strandbúnaði.
Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Hlutverk vettvangsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun. Fyrsta verkefni Strandbúnaðar er að halda ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017.
Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.
Efnisyfirlit Fiskeldisfrétta að þessu sinni:
Lesa meira

Fiskeldisfréttir í júní 2016

Fiskeldisfréttir Forsiða 03.05.2016Fiskeldisfréttir koma út á tveggja mánaðar fresti og birtist hér þriðja tölublað ársins 2016.

Hægt er að fá sent rafrænt eintak við útgáfu með að senda beiðni um það í tölvupósti á valdimar@sjavarutvegur.is

Fiskeldisfréttir hafa verið gefnar út allt frá árinu 2009 fyrst sem hluti af Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál og frá árinu 2011 sem sérstakt veftímarit og frá árinu 2016 hafa Fiskeldisfréttir einnig verið gefnar út í prentuðu formi sem sent hefur verið til allra lagareldisstöðva og styrktaraðila. Lesa meira