Category Archives: Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir nr. 1 2023

Undirritaður hafði frumkvæði að því að Strandbúnaður ehf. var stofnaður árið 2016 og sá um rekstur hans til ársins 2020.  Það hefur afleiðingar að hafa skoðanir og gagnrýna spillingu. Forsvarsmenn í greininni beittu sér að því að Valdimar Inga Gunnarssyni var bolað frá sem framkvæmdarstjóra Strandbúnaðar vegna hans  gagnrýni á spillingu. Á það að vera refsivert að gagnrýna spillingu?

Í Fiskeldisfréttum er nú fjallað um vafasöm vinnubrögð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og rekstur Strandbúnaðar á árunum 2017-2020.

Sækja Hér

Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir eru nú tileinkuð vinnubrögðunum við undirbúning og gerða laga um fiskeldi sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Í þessum blaði Fiskeldisfrétta er að finna í heild sinni allar greinar sem hafa verið birtar um þetta mál á tímabilinu frá október 2020 til lok ársins 2021.

Fiskeldisfréttir (pdf skjal) HÉR

Fiskeldisfréttir fjalla um litlu laxastofnana

Til að hægt væri að úthluta nægilegum framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila var litlu laxastofnunum fórnað. Það er með ólíkindum að svona vinnubrögð viðgangist á 21. öld hvorki íslenskri náttúru eða laxeldi í sjókvíum til hagsbóta þegar horft er til framtíðar.

Sækja Fiskeldisfréttir HÉR

Fiskeldisfréttir fjalla um áhættumat erfðablöndunar

Fylgst hefur verið með undirbúningi og gerð laga um fiskeldi og hafa vinnubrögðin vakið athygli. Sumir kalla aðferðafærðina íslensku leiðina þar sem siðferðinu er ýtt til hliðar og fjárhagslegur ávinningur þröngs hóps ræður för.   

Í nýjustu Fiskeldisfréttumer fjallað um áhættumat erfðablöndunar sem hefur það hlutverk að úthluta framleiðsluheimildum á frjóum laxi til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila en hefur ekkert eða lítið með umhverfisvernd að gera. Að uppistöðu eru Fiskeldisfréttir nú byggðar á tíu greinum sem voru birtar í Bændablaðinu á þessu ári og mynda hér eina heild. 

Fiskeldisfréttir endurvaktar

Fiskeldisfréttir endurvaktar en þær voru áður gefnar út á árunum 2009 til 2017. Nýrri útgáfa Fiskeldisfrétta  verður nú gefin út í breyttu formi, þ.e.a.s. blaðið verður notað til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum ritstjóra um ýmis mál er tengjast fiskeldi.

Þessi útgáfa Fiskeldisfrétta verður tileinkuð þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem drifkrafturinn var fjárhagslegur ávinningur ákveðinna aðila. Stærsti hluti efnisins hefur áður birst í Morgunblaðinu en greinarnar mynda hér eina heild.

Hægt er að sækja Fiskeldisfréttir Hér

Fiskeldisfréttir apríl 2017

Á árinu 2016 voru Fiskeldisfréttir gefnar út á um tveggja mánaða fresti og prentuðu eintaki dreift til allra fiskeldisstöðva. Á þessu ári verður dregið úr útgáfunni og prentuðu eintak ekki dreift a.m.k. fyrrihluta ársins.  Nú er aðeins ein grein í Fiskeldisfréttum og er fjallað um laxalús sem hefur verið allnokkur í umræðunni. Ástæðan þess að umsvif Fiskeldifrétt verða minni í ár er að erfiðlega hefur gengið að fá menn til að skrifa í blaðið og hefur verið tap á því. Jafnframt er orðinn of mikill ágangur í styrki og auglýsingar frá þjónustufyrirtækjum, sérstaklega með tilkomu vettvangsins Strandbúnaður.

 

Sækið nýjasta eintak af Fiskeldisfréttum hér.