Category Archives: fljótandi að feigðarósi

Strandbúnaðarmálið, þöggun og lög um fiskeldi

,,Strandbúnaðarmálið“ er áhugavert, fróðlegt og lærdómsríkt er varðar aðferðafræði við þöggun.   Það sem hefur einkennt viðbrögð við mína gagnrýni á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi er þöggun.  Strax eftir að að undirritaður sendi inn athugasemd við frumvarp um fiskeldi (fylgiskjal 1) fyrrihluta ársins 2019 hringdi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og fulltrúi í starfshópi  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, og fór fram að umsögn mín yrði dregin til baka.  Fljótlega á eftir fylgdi SMS ,,Þetta hefur eftirmála“.  Rafræn bók sem er verið að skrifa um málið hefur því fengið heitið Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“.  Áður en lögin um fiskeldi voru samþykkt var farið í manninn en eftir það er beitt aðferðafræðinni þöggun enda ekki góðan málstað að verja.  

Read more… →