Laxeldi
Eldislax er að mestu framleiddur í sjókvíum en einnig í minna mæli í landeldi. Mest umsvif er í sjókvíaeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Upplýsingar um framleiðslu eru á Radarinn.is
Kynbætur
Eldislax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski frá árinu 1990. Stofninn hefur verið kallaður Sagastofninn og byggir hann á norskum laxastofnum.
Framleiðendur
Stærstu framleiðendur á eldislaxi í sjókvíum eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Artic Fish Farm og Laxar fiskeldi. Ein landeldisstöð hefur framleitt umtalsvert magn af eldislaxi en það er Samherji í Öxarfirði.
Lesefni – Fræðsluefnið
Það er með ólíindum að það er ekki til neitt gott nýtt íslenskt fræðsluefni fyrir laxeldi. Meðan staðan er þessi verður látið hanga inn á vefsíðunni eldgamalt fræðsluefni, sem að stórum hluta er orðið úrelt.
- Sjókvíaeldi. Kennsuhandrit, Hólaskóli (1991). kafli 1-3, kafli 4-5, kafli 6-10, kafli 11-13.
- Seiðaeldi. Kennsuhandrit, Hólaskóli (1991) (ATH pdf skjalið er 37 MB).
Lesefni – umhverfismál
- Laxalús og eldi laxfiska í köldum sjó. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál 14(1):1-5 (2014)
- Hugsanleg áhrif eldislaxa á villta laxastofna. 67 bls. Embætti veiðimálastjóra (2002)