Category Archives: Lög og reglugerðir

Athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið, stefnumótunarskýrsluna og áhættumatið

Sendar hafa verið inn athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi og gert margar alvarlegar athugasemdir. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt munu Íslendingar standa að baki nágrannalöndum í umhverfismálum laxeldis er varðar erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag. Það er því full ástæða til að staldra við, láta fara fram faglega vinnu með aðstoð og ráðgjöf erlendra sérfræðinga frá löndum sem standa fremst í umhverfismálum laxeldis.

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt hafa verið gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.

Ný reglugerð

reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Reglugerðin byggir á gömlum merg (reglugerð nr. 403/1986), en sú nýja hnykkir betur á helstu velferðarþáttum við eldisaðstæður og ákveðnum vörnum gegn smitsjúkdómum. Þeim sem reka reka slátrun og vinnslu á eldisfiski með frárennsli í sjó þar sem stundað er fiskeldi þurfið að huga sérstaklega að næst síðustu málsgrein í 15. grein um smitvarnir (sjá einnig bráðabirgðaákvæði á öftustu síðu þar sem finna má „sólarlagsákvæði“ um tímafrest til aðgerða). Dýralæknir fisksjúkdóma bendir á að þessi liður í smitvörnum hefur lengi staðið til og er í takt við það sem helstu fiskeldisþjóðir hafa stundað um árabil.