Category Archives: Lög og reglugerðir

Frumvarp um lagareldi: Til fjárhagslegs ávinnings

Höfundur sendi inn umsögn við frumvarp til laga um fiskeldi á árinu 2019 og því miður hefur margt af því sem þar var varað við raungerst. Aftur er varað við og nú vegna frumvarps um lagareldi sem er til meðferðar á Alþingi Íslendinga. Hér á eftir verður eingöngu fjallað um þann þátt frumvarpsins sem snýr að mögulegum fjárhagslegum ávinningi fámenns hóps fjárfesta. En fyrst skulum við skoða ferli málsins.

Undirbúa jarðveginn
Fyrirtæki fyrrverandi stjórnarformanna Arnarlax og Ice Fish Farm sóttu markvisst um eldissvæði í flestum fjörðum þar sem ekki var bannað að vera með laxeldi í sjókvíum. Útbúin var viðskiptaáætlun þar sem eldissvæðin og framleiðsluheimildir voru verðmætin og erlendir aðilar fengnir að borðinu með fjármagn. Stjórnarformennirnir létu skipa sig í opinberan starfshóp um stefnumótun í fiskeldi. Fyrirtæki stjórnarformanna, sem voru búin að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, urðu helstu ráðgjafar stjórnvalda. Mikilvægt var að hafa ítök innan ráðuneytis og þar voru starfsmenn sem höfðu sterka tengingu við þáverandi stjórnarformann Arnarlax. Gefin var út stefnumótunarskýrsla á árinu 2017 með hagstæðum tillögum fyrir stjórnarformennina, með væntingum um fjárhagslegan ávinning þar sem eldisleyfin voru verðmætin.

Pdf skjal af greininni

Read more… →

Frumvarp til laga um lagareldi – Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar hf.

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Um 160 blaðsíður með athugasemdum og ábendingum sem vonandi nýtast við að betrumbæta frumvarpið. Þannig að það sé sagt er margt jákvætt og gott við frumvarpið en um það er ekki sértaklega fjallað. Frumvarpið um lagareldi þarfnast þó verulegrar endurbóta ef niðurstaðan á ekki að vera eins og í tilfelli laga um fiskeldi samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Til fjárhagslegs ávinnings

Undirbúningur og gerð laga um fiskeldi á árinu 2019 snérist í of miklu mæli um að erlendir fjárfestar og íslenskir fulltrúar þeirra næðu sem mestum fjárhagslegum ávinningi.  Tilgangur með umsögn við frumvarp um lagareldi er einkum að leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjárhagslegan ávinning fámenns hóps fjárfesta á kostnað umhverfismála og að eigur Íslendinga verði fótum troðið.

PDF skjal af umsögn

Read more… →

Drög að frumvarpi um lagareldi

Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar (fylgiskjal 1) við drög að frumvarpi um lagareldi. Aðrar umsagnir má finna á samráðsgáttinni.

Jákvætt og neikvætt

Það er margt gott og jákvætt í frumvarp um lagareldi en annað þyrfti að útfæra betur. Það sem vekur sérstaka athygli:

  • Flókið: Hve flókin útfærslan er og í því sambandi er m.a. bent á laxahluti (kafli VII), strok (VIII) og forsendubrest (64 gr.).
  • Óréttlátt: Refsing með skerðingu leyfa/heimilda bitna einnig á starfsmönnum, þjónustuaðilum og nærsamfélaginu, s.s. vegna forsendubrests (64 gr.).
  • Ekki dómtækt: Að refsiákvæði í sumum greinum frumvarpsins munu vart vera dómtæk ef málið fer fyrir íslenska dómstóla, s.s. ákveðnar greinar um strok (kafli VIII) og afföll (kafli IX).
  • Óvissa: Oft er töluverð óvissa vegna fyrirhugaðra setningu reglugerða s.s. áhættumat erfðablöndunar (6 gr.), afmörkun smitvarnasvæða (11 gr.) og punktakerfi (58 gr.).
  • Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi (33 gr.), heimild til verðsetningar (120 gr.) og heimild til leigu laxahluta (kafli VII kafli) færir auðlindina íslenskir firðir nær því að teljast til eignar sem þá er í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta.
Read more… →

Lög um fiskeldi og ólígarkar

Í fyrstu greininni af sextán í Morgunblaðinu var komist þannig að orði ,,undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga“.  Í greininni var rakið hvað hafði verið gert til að reyna að vekja athygli stjórnmálamanna á málinu án þess að þeir hefðu fyrir því að svara eða þakka fyrir ábendingarnar. Ítrekað hefur verið farið fram á að gerð verði opinber rannsókn m.a. beiðni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis, án þess að það hafi skilað árangri.

Greining (pdf skjal) í Morgunblaðinu HÉR

Lög um fiskeldi – Verðmæti eldisleyfa Fiskeldis Austfjarða

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra fjárfesta og íslenskra leppa þeirra.  Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru með þátttöku í starfshópnum meðal þeirra sem sömdu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslega ávinnings.  Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. 

PDF skjal af greininni sem birtist í Morgunblaðinu

Lög um fiskeldi – Auðlind í eigu útlendinga, ný stefna á Íslandi?

Margir firðir á Íslandi gefa gott skjól til sjókvíaeldis og eru að því leyti auðlind eins og önnur gæði sjávarins.  Til að leggja grunn að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir útlendinga þurfti að semja leikreglur sem hentuðu erlendum fjárfestum. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra aðila við uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi á Íslandi. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.

Pdf skjal úr Morgunblaðinu