Höfundur sendi inn umsögn við frumvarp til laga um fiskeldi á árinu 2019 og því miður hefur margt af því sem þar var varað við raungerst. Aftur er varað við og nú vegna frumvarps um lagareldi sem er til meðferðar á Alþingi Íslendinga. Hér á eftir verður eingöngu fjallað um þann þátt frumvarpsins sem snýr að mögulegum fjárhagslegum ávinningi fámenns hóps fjárfesta. En fyrst skulum við skoða ferli málsins.
Undirbúa jarðveginn
Fyrirtæki fyrrverandi stjórnarformanna Arnarlax og Ice Fish Farm sóttu markvisst um eldissvæði í flestum fjörðum þar sem ekki var bannað að vera með laxeldi í sjókvíum. Útbúin var viðskiptaáætlun þar sem eldissvæðin og framleiðsluheimildir voru verðmætin og erlendir aðilar fengnir að borðinu með fjármagn. Stjórnarformennirnir létu skipa sig í opinberan starfshóp um stefnumótun í fiskeldi. Fyrirtæki stjórnarformanna, sem voru búin að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, urðu helstu ráðgjafar stjórnvalda. Mikilvægt var að hafa ítök innan ráðuneytis og þar voru starfsmenn sem höfðu sterka tengingu við þáverandi stjórnarformann Arnarlax. Gefin var út stefnumótunarskýrsla á árinu 2017 með hagstæðum tillögum fyrir stjórnarformennina, með væntingum um fjárhagslegan ávinning þar sem eldisleyfin voru verðmætin.
Pdf skjal af greininni
Read more… →