Category Archives: Lög og reglugerðir

Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur m.a. fram er varðar að vinna gegn spillingu á lágu stigi að mikilvægt er að gæta sérstaklega að þremur þáttum í samskiptum við hagsmunaaðila:

  • Vera hafið yfir allan vafa að jafnræði ríki um aðkomu hagsmunaaðila.
  • Tryggja að ekki sé hægt að halda því fram að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almannahagsmuni.
  • Ríkja gagnsæi um aðkomu hagsmunaaðila, þar á meðal um samskipti við ráðherra, þingmenn og opinbera starfsmenn. 

Sjókvíaeldi laxfiska: Draga úr kostnaði og ná fjárhagslegum ávinningi

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi ber merki um skammtímahugsun þar sem fjárhagslegur ávinningur er drifkrafturinn. Margar tillögur í skýrslu starfshópsins, leidda af stjórnarformönnum Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, endurspeglast í nýlegum breytingum á lögum um fiskeldi.  Hér verður fjallað um nokkur atriði sem ganga út á að draga úr kostnaði laxeldisfyrirtækjanna. Lesa meira

Tryggja sér eldissvæði með óraunhæfum ófrjóum eldislaxi

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sem voru búnir að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sem fékk það verkefni að gera stefnumótun fyrir fiskeldi.  Eitt af verkefnum þeirra var að koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald. ….. Lesa meira

Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarskýrslan, fiskeldisfrumvarpið og vinnubrögðin

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er vísað til OECD þar sem stjórnvöld eru hvött til að veita hagsmunaaðilum jafnan og sanngjarnan aðgang að opinberri stefnumótun til að tryggja heilindi í ákvörðunartöku og að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út þann 23. ágúst 2017 setti leikreglurnar sem voru skjalfestar í  lögum um fiskeldi árið 2019 og lagði grunn að fjárhaglegum ávinningi stjórnarformanna stærstu laxeldisfyrirtækjanna sem voru fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva í hópnum.   Lesa meira

Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarhópurinn og hagsmunagæsla

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er bent á að hagsmunavarsla getur leitt til óeðlilegra áhrifa einstakra aðila, veitt þeim ávinning á kostnað annarra í sömu stöðu og skekkt samkeppni. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi þar sem þeir voru leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. …. Lesa meira

Að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning

Ákveðnir hagsmunaaðilar komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi með það að markmiði að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning.   Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Lesa meira