Category Archives: Lög og reglugerðir

Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarskýrslan, fiskeldisfrumvarpið og vinnubrögðin

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er vísað til OECD þar sem stjórnvöld eru hvött til að veita hagsmunaaðilum jafnan og sanngjarnan aðgang að opinberri stefnumótun til að tryggja heilindi í ákvörðunartöku og að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út þann 23. ágúst 2017 setti leikreglurnar sem voru skjalfestar í  lögum um fiskeldi árið 2019 og lagði grunn að fjárhaglegum ávinningi stjórnarformanna stærstu laxeldisfyrirtækjanna sem voru fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva í hópnum.  

PDF skjal af grein birt í Morgunblaðinu 22. febrúar 2020

Stefnumótunarhópurinn og hagsmunagæsla

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er bent á að hagsmunavarsla getur leitt til óeðlilegra áhrifa einstakra aðila, veitt þeim ávinning á kostnað annarra í sömu stöðu og skekkt samkeppni. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi þar sem þeir voru leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.

PDF skjal af grein birt í Morgunblaðinu 17. febrúar 2020

Að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning

Ákveðnir hagsmunaaðilar komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi með það að markmiði að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning. Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. janúar 2020

PDF skjal af greininni í heild sinni er hægt að sækja HÉR

Sjókvíaeldi laxfiska – Vinnubrögð stjórnmálamanna og stjórnsýslunnar

Und­ir­ritaður mun sýna fram á í nokkr­um grein­um að fram­in hafa verið al­var­leg stjórn­sýslu­brot þar sem stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breyt­ingu ný­gerðra fisk­eld­islaga.

Síðastliðið vor var öll­um alþing­is­mönn­um sent bréf þar sem m.a. var vak­in at­hygli á vinnu­brögðum starfs­hóps sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um stefnu­mót­un í fisk­eldi. Starfs­hóp­ur­inn skilaði skýrslu 23. ág­úst 2017. Þær breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lög­um nr. 71/​2008 um fisk­eldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfs­hóps­ins. Und­ir­ritaður gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við vinnu­brögð fyrr­nefnds starfs­hóps og vakti at­hygli á því að þau kynnu í ákv. til­vik­um að fara gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga.

Lesa meira í Morgunblaðinu 14. janúar 2020

Greinin í heild sinni (pdf skjal)

Auglýst eftir viðbrögðum

Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Af gögnum málsins má dæma að svo virðist sem ferlið hafi verið með eftirfarandi hætti:

Ákveðnir aðilar sóttu um fjölda eldissvæða til að koma sér í lykilstöðu.

Útbúnar voru viðskiptaáætlanir, eldissvæðin eru verðmæti og erlendir aðilar fengnir að borðinu.

Fulltrúar atvinnugreinarinnar með um 70% eldissvæða, tveir stjórnarformenn stærstu laxeldisfyrirtækjanna voru skipaðir í stefnumótunarhópinn.

Gefin var út stefnumótunarskýrsla með hagstæðum tillögum fyrir þá sem hlut áttu að máli.

Breytingar á lögum um fiskeldi nr. 71/2008 sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga í vor byggist að mestu á áðurnefndri skýrslu starfshópsins.

Ákveðin fyrirtæki fengu verulegan fjárhagslegan ávinning þegar lögin voru samþykkt.

Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í vor að framkvæmd verði opinber rannsókn. Það virðist sem nefndin ætli ekki að svara þeim erindum sem beint hefur verið til hennar og það eitt út af fyrir sig, þ.e. að svara ekki erindum, er ámælisvert og hvorki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga né vandaða stjórnsýsluhætti.

Mér finnst þetta ekki í lagi – Hvað finnst þér?

Auglýst eftir viðbröðgum

Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðs fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga.

Spurt er hvort það geti talist eðlilegt að ákveðnir aðilar sem hafa gríðarlega hagsmuna að gæta komi að undirbúningi og gerð breytinga á lögum um fiskeldi sem fela í sér fjárhagslegan ávinning fyrir viðkomandi.

Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að nefndin tæki málið til rannsóknar og eftir atvikum skipaði óháðan rannsóknaraðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis án þess að þeim erindum hafi verið svarað efnislega.

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu 14.11.2019