Fiskrækt og hafbeit

Skilgreining á hafbeit

Hafbeit er skilgreind sem slepping gönguseiða til sjógöngu og föngun þeirra sem fullvaxta fiska á sleppistað þegar þeir ganga úr sjó í ferskvatn, annað hvort til slátrunar eða flutnings í annað veiðivatn til endurveiða skv. lögum um fiskrækt nr. 58/2006.

Sérfræðingar Veiðimálastofnunnar eru með víðtækari skilgreiningu í riti sýnu Fiskrækt með seiðasleppingum – Stefna Veiðimálastofnunar:

  • Hafbeitastöðvaslepping er slepping eldisgönguseiða með það að markmiði að nýta til manneldis (slátra eða uppskera) alla þá fiska sem endurheimtast úr hafi á þeim stað sem sleppingin fór fram á.
  • Hafbeitarslepping til stangveiði er slepping eldisgönguseiða með það að markmiði að nýta (uppskera) fiska sem heimtast með stangveiði.

Hafbeit og slátrun

Um 1990 var stunduð umfangsmikil hafbeit á laxi, með sleppingu í hafbeitarstöð og veiðum og slátrun á laxi við endurkomu af hafi. Nokkur fyrirtæki voru með umfangsmikla starfsemi og var mest sleppt tæpum 6 milljónum gönguseiða árið 1991. Endurheimtur voru minni en væntingar stóðu til og því dró fljótt úr sleppingum og hættu öll fyrirtækin starfsemi fyrir árið 2000.

Hafbeit og veiðar

Hafbeitarsleppingar til stangveiði eru stundaðar hér á landi í mörgum veiðivötnum. Þær eru að mestu sér íslenskt fyrirbrigði til að auka veiði í veiðivötnum með litla náttúrulega fiskstofna vegna takmarkaðrar framleiðslu- og uppeldisskilyrða fyrir seiði. Mest umfang hefur verið í Rangánum og þar hafa endurheimst þúsindir fiska á ári í stangveiði. Mikið af seiðum til hafbeitarstarfsemi hafa verið framleidd hjá seiðaeldisstöðvum á Laugum og Laugavatni og einnigí seiðaeldisstöð á Húsafelli í Borgarfirði.

Skilgreining á fiskrækt

Fiskrækt er hvers konar aðgerðir sem ætla má að skapi eða auki fisk í veiðivatni. Til fiskræktar geta talist m.a. eftirfarandi aðgerðir; slepping samstofna seiða, fiskvegagerð og búsvæðagerð.

Framleiðsla seiða

Seiðaeldisstöðvar hafa framleitt seiði af öllum stærðum til sleppingar í veiðivötn. Það hefur dregið úr smáseiðasleppingum á síðustu árum og meiri áhersla lögð á að tryggja hæfilega stóran hrygningastofn til að tryggja sjálfbærni.

Fiskræktaraðgerðir

Á undanförnum áratugum hafa verið byggðir fjöldi fiskvega í fjölmörgum veiðivötnum og við það hefur stærð uppeldissvæða stækkað og jafnframt framleiðslugeta íslenskra veiðivatna.

Lesefni