Fisksjúkdómar
Heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi er almennt gott. Sjúkdómar í lagareldisdýrum má greina í þrennt, þ.e. smitsjúkdóma, næringarsjúkdóma og sjúkdóma vegna ófullnægjandi eldisaðstæðna. Veirur hafa nýlega greinst sem sjúkdómsvaldar í eldisfiski á Íslandi, sníkjudýr hafa valdið nokkrum skaða, en bakteríusjúkdómar verið skæðastir.
Stjórnssýslan
Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við fiskeldi í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra,og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla.
Matvælastofnun er ráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að dýrasjúkdómum og hafa undir sinni stjórn dýralækni fisksjúkdóma, sem starfar samkvæmt erindisbréfi og skal í samvinnu við héraðsdýralækna sinna vörnum, sjúkdómsgreiningu og reglubundnu eftirliti varðandi sjúkdóma í fiskum, skeldýrum og krabbadýrum.
Fisksjúkdómanefnd
Matvælastofnun til ráðgjafar er fisksjúkdómanefnd. Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn samkvæmt tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn samkvæmt tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar.
Rannsóknir
Eitt meginhlutverk Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er, að annast þjónustu og rannsóknir í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir búfé og önnur dýr, í samstarfi við Yfirdýralækni. Á stofnunni er sérstök Fisksjúkdómadeild.
Ársskýrslur dýralæknis fisksjúkdóma
Fróðleikur um heilbrigðismál lagardýra og margt fleira. Einnig hægt að sækja á vefsíðu Matvælastofnunnar.
Annað lesefni
- Fisksjúkdómadeild – Ársskýrslur Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
- Ársskýrslur Matvælastofnunar
- Fundagerðir fisksjúkdómanefndar
- Hönnun, öryggi, heilbrigði, hreinlæti og skipulagsmál. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál12(1): 129-142. (2012).
- Afföll á fiski í eldiskví og notkun dauðfiskaháfs. Sjávarútvegurinn – Vefrit um sjávarútvegsmál 10(1):1-5 (2010).
- Sjúkdómar í eldisþorski. Í: Þorskeldi á Íslandi. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit 111: 145-173 (2004)