Category Archives: Stefnumótun

Lög um fiskeldi – Arnarlax ,,kassaði“ inn tugum milljarða með lobbýisma og spilltri stjórnsýslu

Nú hefur höfundur skrifaðar ellefu greinar í Morgunblaðið um spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem gerendur hafa haft að leiðarljósi mikinn fjárhagslegan ávinning.  Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð nefnast að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture) og það sorglega er að þeim virðist hafa verið viðhaldið eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi sumarið 2019.

Greinin í Morgunblaðinu 28.06.2021

Lög um fiskeldi – Stefnumótun stjórnvalda um fiskeldi varð að stefnumótun sérhagsmunaaðila – Og nokkrir ,,kössuðu“ inn

Þann 6. október 2016 birtist frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þar sem m.a. var  boðuð vinna við stefnumótun á fiskeldi. ,,Sett verður af stað vinna við stefnumótun fyrir allt fiskeldi á Íslandi. Í þeirri vinnu verður m.a. fjallað um umhverfisþætti, stjórnsýslu, gjaldtöku, útgáfu rekstrarleyfa, menntunarmál ásamt efnahags- og samfélagslegum þáttum“.  Jafnframt var bent á að ,,mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og  umhverfi“.  Var það gert? Morgunblaðið 19. Maí 20121