Category Archives: Áhættumat erfðablöndunar

Fjarlægja eldislax úr veiðiám – Ferli málsins

Á árinu 2016 lagði Háafell til í umhverfismati félagsins að norskættaður eldislax væri fjarlægður úr veiðiám, en undirritaður vann sem ráðgefandi aðili fyrir félagið í þeirri vinnu.

Erfðablöndun heimiluð í lögum

Hafrannsóknastofnun kom með tillögu um áhættumat erfðablöndunar á árinu 2017, starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi lagði til við stjórnvöld að væri innleitt og Alþingi Íslendinga festi í lög á árinu 2019.   Í stefnumótunarhópnum voru tveir fulltrúar erlendra fjárfesta.

Read more… →

Fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar svarað – Áhættumat erfðablöndunar

Hinn 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef  Hafrannsóknastofnunar og á sama tíma  grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni í Bændablaðinu undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt.  Verið er að svara grein undirritaðs í Bændablaðinu hinn 9. febrúar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar – Hvað næst?

Ragnari er þakkað fyrir að svar grein minni, þannig vekja athygli á málinu og gefa mér tækifæri til andsvars. Grein Ragnars og fréttatilkynningar Hafrannsóknastofnunar er m.a. svarað í sex greinum í Bændablaðinu og er allar að finna í fylgiskjölum með þessari frétt.  

Read more… →

Lög um fiskeldi, áhættumatið og erfðablöndun á villtum laxi

Í júlí 2023 gaf Hafrannsóknastofnun út skýrsluna ,,Erfðablöndun villts íslensks lax (salmo salar) og eldislax af norskum uppruna“.   Það voru rannsökuð sýni úr 89 veiðiám og áhersla lögð á svæði í nálægð við sjókvíaeldi.  Niðurstaðan var að erfðablöndun á villtum íslenskum laxi hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn.

Höfundur kom sem ráðgjafi að umhverfismati íslensks laxeldisfyrirtækis fyrir laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og þar var lagt til í umhverfismálum laxeldis á árinu 2016 það besta sem þekkist erlendis á þeim tíma. Tillögurnar voru síðan útfærðar betur við umsögn við fiskeldisfrumvarpið 2018 í takt við þá framþróun sem hafði átt sér stað í Noregi. Tillögurnar fólu í sér í stuttu máli vöktun skv. norskri fyrirmynd og að fjarlægja eldislax úr veiðiám fyrir hrygningu. Þessari leið var hafnað í áhættumati erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun á árinu 2017 sem starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi lagði síðan til við stjórnvöld.

Skýrslan í pdf formi

Read more… →

Áhættumatið, forsendurnar og vöktunin

Í grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í Bændablaðinu hinn 9. mars er fjallað um forsendur í áhættumati erfðablöndunar.  Þar er vísað til reiknilíkanna, stuðla og forsenda sem margir leikmenn eiga erfitt með að skilja.  Hér verður áhættumat erfðablöndunar útskýrt á mannamáli og jafnframt gerðar athugasemdir við forsendurnar og skort á vöktun til að afla áreiðanlegra gagna.

Forsendur áhættumatsins

Til einföldunar eru forsendum í áhættumati erfðablöndunar skipt niður í fjóra liði (mynd 1):

  1. Slysaslepping: Fjöldieldislaxa sem sleppa úr sjókvíum.
  2. Lifun í hafi: Fjöldi eldislaxa sem lifa af sjávardvölina og ganga upp í veiðiár.
  3. Dreifing í veiðiár:  Fjöldi veiðiáa sem eldislaxa gengur upp í og dreifing þeirra.
  4. Hrygning eldislaxa og lifun: Hvernig eldislaxi reiðir af í samkeppni við villta laxinn og erfðablöndun.  

Ákveðið hlutfall laxeldisseiða og blendinga (afkomenda villtra laxa og eldislaxa) ganga síðan úr veiðiánni til hafs og skila sér í mestu mæli í sömu á eða ár í nágrenninu. Þannig myndast hringrás ef engar mótvægisaðgerðir eru viðhafðar eða þær eru  ófullnægjandi.

Pdf skjal af greininni

Read more… →

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni í Bændablaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram ,,Lokun fyrir laxeldi í innri hluta Ísafjarðardjúps túlkar Valdimar sem beina aðför að hagsmunum fyrirtækja í íslenskri meirihlutaeigu“.  Margir veiðiréttaeigendur og umhverfasinnar hafa lagt áherslu á að  Ísafjarðardjúp verði lokað fyrir laxeldi í sjókvíum og reyndar að eldi á norskættuðum laxi verið bannað í öllum fjörðum landsins. Skoðum fyrst fyrri ákvæði um heimildir til eldis á frjóum eldislaxi í íslenskum fjörðum og förum síðan yfir þær svæðisbundnu takmarkanir sem settar hafa verið í áhættumati erfðablöndunar.

Read more… →

Áhættumatið og annarleg sjónarmið

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni í Bændablaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram: ,,Valdimar ýjar jafnframt að því að annarleg sjónarmið og spilling hafi ráðið för við úthlutun eldisheimilda“.   Það er athyglisvert að rannsóknastjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun notar orðið spilling en það hefur ekki verið notað í mínum greinum eða rannsóknaskýrslum þegar verið er að fjalla um aðkomu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar. Málið varðar undirbúning og gerð laga um fiskeldi sem samþykkt var á árinu 2019 á Alþingi Íslendinga þar sem leiðin var vörðuð til mikils fjárhagslegs ávinnings erlendra fjárfesta og íslenskra fulltrúa þeirra.  Í því ferli hefur áhættumat erfðablöndunar leikið eitt af lykilhlutverkum.   

Pdf skjal af greininni sem birtist í Bændablaðinu

Read more… →