Í grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í Bændablaðinu hinn 9. mars er fjallað um forsendur í áhættumati erfðablöndunar. Þar er vísað til reiknilíkanna, stuðla og forsenda sem margir leikmenn eiga erfitt með að skilja. Hér verður áhættumat erfðablöndunar útskýrt á mannamáli og jafnframt gerðar athugasemdir við forsendurnar og skort á vöktun til að afla áreiðanlegra gagna.
Forsendur áhættumatsins
Til einföldunar eru forsendum í áhættumati erfðablöndunar skipt niður í fjóra liði (mynd 1):
- Slysaslepping: Fjöldieldislaxa sem sleppa úr sjókvíum.
- Lifun í hafi: Fjöldi eldislaxa sem lifa af sjávardvölina og ganga upp í veiðiár.
- Dreifing í veiðiár: Fjöldi veiðiáa sem eldislaxa gengur upp í og dreifing þeirra.
- Hrygning eldislaxa og lifun: Hvernig eldislaxi reiðir af í samkeppni við villta laxinn og erfðablöndun.
Ákveðið hlutfall laxeldisseiða og blendinga (afkomenda villtra laxa og eldislaxa) ganga síðan úr veiðiánni til hafs og skila sér í mestu mæli í sömu á eða ár í nágrenninu. Þannig myndast hringrás ef engar mótvægisaðgerðir eru viðhafðar eða þær eru ófullnægjandi.
Pdf skjal af greininni
Read more… →