Áhættumat erfðablöndunar og sjálfbærir villtir laxastofnar

Bent hefur verið á að þegar um er að ræða sterkan laxastofn í veiðiá eru minni líkur á að eldislax geti valdið erfðablöndun.  Það þarf því að tryggja að í hverri veiðiá á eldissvæðum séu sterkir sjálfbærir laxastofnar sem er ein mikilvægasta mótvægisaðgerðin til að hindra eða draga verulega úr líkum á að erfðablöndun geti átt sér stað.