Sjávarútvegsþjónustan hefur sent inn umsögn við stefnumótun í lagareldi, nú um afmarkaða þætti málsins (fylgiskjal 1).
Hvatakerfið
Varðandi hvatakerfi með breytingu á framleiðsluheimildum eftir frammistöðu er bent á að laxeldisfyrirtækjunum í meirihlutaeigu erlendra aðila hafa sankað að sér framleiðsluheimildum á síðustu árum sem ekki eru nýttar að fullu. Niðurskölun framleiðsluheimilda mun því:
- Íslensk fyrirtæki: Engu skila nema helst í skerðingu framleiðsluheimilda íslenskra fyrirtækja sem hafa sýnt hógværð við að sækja um framleiðsluheimildir á síðustu árum.
- Nærsamfélagið: Bitna á nærsamfélaginu og þjónustuaðilum sem munu þrýsta á að heimildir verði minnkaðar sem minnst til að viðhalda störfum og tekjum.
Mun líklegra til árangurs eru sértækar aðgerðir með að láta laxeldisfyrirtækin greiða gjald og þannig kemur refsingin strax til framkvæmdar.