Fjárhagslegur ávinningur og þöggunin

Þegar farið er í vegferð að gagnrýna spillingu má ávallt gera ráð fyrir því að reynt verði að stoppa viðkomandi af með öllum mögulegum ráðum.  Í minni vegferð í Samfélagsverkefni gegn spillingu var alltaf gert ráð fyrir að þannig færi.  Í meðfylgjandi rannsóknaskýrslu er fjallað um afmarkað mál ,,Strandbúnaðarmálið og þöggunina“.

Mikilvægt er að skoða í samhengi við gagnrýni höfundar á spillingu sem átti  sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta vörðuðu leiðina til mikils fjárhagslegs ávinnings. Strandbúnaðarmálið er lítill hluti af því og í þessari rannsóknaskýrslu er ferli málsins rakið.

Skýrslan Strandbúnaðarmálið og þöggunin

Aðalfundur Strandbúnaðar

Aðalfundur Strandbúnar verður haldinn föstudaginn 13. október á Grand Hótel Reykjavík.  Sjávarútvegsþjónustan einn af hluthöfum Strandbúnaðar hefur óskað eftir að eftirfarandi tvö mál verði tekin fyrir á aðalfundi félagsins:

  1. Tekin verði fyrir rannsóknarskýrslan ,,Strandbúnaðarmálið og þöggunin“ sem er að finna í viðhengi þessa pósts. Í fundagerð verði skýrslunnar getið og hún höfð sem viðhengi með fundagerð aðalfundar Strandbúnaðar 2023.
  2. Gerð verði grein fyrir ástæðum þess að Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri félagsins mætir á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrir hönd Strandbúnaðar (Lagarlíf – eldi og ræktun) vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Slóð: https://www.althingi.is/altext/153/s/1701.html Þegar Strandbúnaður var stofnaður var ávallt markmiðið að félagið ætti að vera   hlutlaus vettvangur – Er hér verið að víkja út frá því sem upphaflega var lagt upp með við stofnun félagsins?