Tryggja sér eldissvæði með óraunhæfum ófrjóum eldislaxi

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sem voru búnir að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sem fékk það verkefni að gera stefnumótun fyrir fiskeldi.  Eitt af verkefnum þeirra var að koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald. ….. Lesa meira

Ný dagsetning fyrir Strandbúnað 2020

Ný dagsetning
Strandbúnaður 2020 verður haldinn mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október. 

Sami ráðstefnustaður
Engin breyting hefur verið gerð á ráðstefnustað og verður Strandbúnaður á Grand Hótel Reykjavík. 

Dagskrá
Það var búið að birta dagskránna á vef ráðstefnunnar vegna ráðstefnu sem átti að halda seinnihluta þessarar viku. Eflaust má gera ráð fyrir einhverjum breytingum á dagskránni og verður það þá kynnt seinna. 

Vefsíða Strandbúnaðar

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Árið 2019 var á heildina litið farsælt á flestum sviðum íslensks fiskeldis og framleiðsla til slátrunar umfram bjartsýnar væntingar. Ytri aðstæður voru hagstæðar, ekki síst er varðar markaðsmál og náttúruöfl. Eitt versta fárviðri í áratugi fór óblíðum höndum um mest allt land aðra vikuna í desember, en bæði eldismenn og mannvirki voru vel viðbún þannig að hvergi hlaust tjón af. Slíkur veðurhamur getur þó haft óbein áhrif á kvíafisk og jafnvel leitt til tímabundinna affalla sem erfitt getur reynst að verjast. …………. Lesa meira

Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarskýrslan, fiskeldisfrumvarpið og vinnubrögðin

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er vísað til OECD þar sem stjórnvöld eru hvött til að veita hagsmunaaðilum jafnan og sanngjarnan aðgang að opinberri stefnumótun til að tryggja heilindi í ákvörðunartöku og að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út þann 23. ágúst 2017 setti leikreglurnar sem voru skjalfestar í  lögum um fiskeldi árið 2019 og lagði grunn að fjárhaglegum ávinningi stjórnarformanna stærstu laxeldisfyrirtækjanna sem voru fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva í hópnum.   Lesa meira

Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunarhópurinn og hagsmunagæsla

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu er bent á að hagsmunavarsla getur leitt til óeðlilegra áhrifa einstakra aðila, veitt þeim ávinning á kostnað annarra í sömu stöðu og skekkt samkeppni. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi þar sem þeir voru leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. …. Lesa meira

Að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning

Ákveðnir hagsmunaaðilar komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi með það að markmiði að tryggja sínum fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning.   Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Lesa meira