Kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar

Sjávarútvegsráðstefnan gefur nú út sérstakt kynningarblað með dagskrá ráðstefnunnar, lýsing á málstofum, greinum tengdum málstofum, ásamt ýmsu öðru efni sem tengist ráðstefnunni. Þó að að engin málstofa fjalli sérstaklega um fiskeldi þá eru mörg erindi sem eru áhugaverð fyrir þá sem vinna innan Strandbúnaðar. Athugið að skjalið er 14 MB og getur því tekið allnokkurn tíma að niðurhala því.

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar

Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 17 málstofur og er nú búið að skipuleggja 15 málstofur og í þeim verða flutt 75 erindi. Í tveimur málstofum eru keypt erindi og verða þær kynntar seinna. Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 er m.a.: Markaðsmál, vottanir, umhverfismál, hönnun, starfsumhverfi, greiningar, framtíðartækni, uppruni, vörumerki og margt fleira. Í fyrsta skipti verður nú sérstök nemendamálstofa og hraðstefnumót – Samtal forsvarsmanna í sjávarútvegi og nema.

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018

Ný reglugerð

reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Reglugerðin byggir á gömlum merg (reglugerð nr. 403/1986), en sú nýja hnykkir betur á helstu velferðarþáttum við eldisaðstæður og ákveðnum vörnum gegn smitsjúkdómum. Þeim sem reka reka slátrun og vinnslu á eldisfiski með frárennsli í sjó þar sem stundað er fiskeldi þurfið að huga sérstaklega að næst síðustu málsgrein í 15. grein um smitvarnir (sjá einnig bráðabirgðaákvæði á öftustu síðu þar sem finna má „sólarlagsákvæði“ um tímafrest til aðgerða). Dýralæknir fisksjúkdóma bendir á að þessi liður í smitvörnum hefur lengi staðið til og er í takt við það sem helstu fiskeldisþjóðir hafa stundað um árabil.

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma er nú komin út. Hægt er að sækja árskýrsluna HÉR. Í árskýrslunni kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Fiskeldisárið 2017 var að mörgu leyti keimlíkt forvera sínum, en þó settu ákveðnir þættir mark sitt á árið. Heilt yfir má segja að flóra eldisfyrirtækja samanstandi af örfáum en fremur stórum og framsæknum félögum sem leita leiða til að auka framleiðsluna en lang flestar stöðvarnar eru litlar og með stöðuga framleiðslu frá ári til árs. Af þeim 53 eldisstöðvum sem voru starfandi á árinu voru fjórar með lax í sjókvíum, fimm með regnbogasilung í sjó og eitt með bleikju í sjávarlóni. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi. Örlítið mun draga úr fjölda stöðva á þessu ári, en viðbúið er að einhverjir einyrkjar hætti rekstri. Þessi sprotafyrirtæki kvarta yfir að lítið tillit sé tekið til frumkvöðlastarfsemi í þróunar- og uppbyggingarfasa og starfsemin heimsótt ótt og títt til eftirlits og álögur líkt og um stórfyrirtæki væri að ræða. Uppbygging nýrra klak- og seiðaeldisstöðva er enn ákveðinn flöskuháls og miðað við stöðuna í dag er ekki við því að búast að framleiðsla í laxeldi fari mikið yfir 22.000 tonn á næstu árum”.

Dagskrá Strandbúnaðar 2018

Særsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði
Strandbúnað 2018, ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars.

Dagskrá Strandbúnaðar 2018
Dagskrá Strandbúnaðar 2018 er hægt að sækja hér að neðan. Fjölbreytt dagskrá með 10 málstofum og erindin eru um 60.

Dagskrá Strandbúnaðar 2018 er hér

Skráning
Skráning er nú hafin á Strandbúnað 2018. Ef um er að ræða hópskráningu, 5 eða fleiri er hægt að fylla út hópa skráningar og senda á Þórunn Dögg Harðardóttir (thorunn@athygliradstefnur.is)

Skráning er hér