Athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið, stefnumótunarskýrsluna og áhættumatið

Sendar hafa verið inn athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi og gert margar alvarlegar athugasemdir. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt munu Íslendingar standa að baki nágrannalöndum í umhverfismálum laxeldis er varðar erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag. Það er því full ástæða til að staldra við, láta fara fram faglega vinnu með aðstoð og ráðgjöf erlendra sérfræðinga frá löndum sem standa fremst í umhverfismálum laxeldis.

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt hafa verið gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Alls var slátrað 19.077 tonnum af eldisfiski á liðnu ári og dróst heildarframleiðsla saman um tæp 9% á milli ára. Þar vó þyngst kröftugur samdráttur í eldi regnbogasilungs sem fór úr 4.628 tonnum og niður í 295 tonn og má segja að hann sé kominn niður í þær tölur sem algengar voru fyrir nokkrum árum síðan. Framleiðsla á laxi jókst um rúm 2.000
tonn, eða tæp 20%. Þrátt fyrir samdrátt hjá Arnarlaxi vegur upp að tveir nýir framleiðendur hófu slátrun á Austfjörðum á liðnu ári og árið 2019 hefst slátrun hjá nýjum aðila á Vestfjörðum. Þá varð einnig rúm 10% auknin í slátrun á bleikju, en eldi þorsks og senegalflúru stendur í stað.

Skýrsluna er hægt að sækja HÉR

Dagskrá Standbúnaðar 2019

Dagskrá Strandbúnaðar 2019
Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt er gert ráð fyrir þörunganámskeiði sem verða kynnt síðar.

Hægt að sækja dagskrá HÉR

Keypt erindi
Eins og á síðasta ári eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilar Strandbúnaðar 2019 kynna sína starfsemi, búnað og þjónustu. Ennþá er hægt að bæta fleirum við með keypt erindi.  

Tungumálið íslenska og enska
Síðasta málstofan á ráðstefnunni, Salmon Farming in the North Atlantic, verður á ensku.  Í öðrum málstofum á Strandbúnaði 2019 verður tungumálið íslenska utan örfárra erinda sem verða á ensku.

Færeyingar
Við getum margt lært af nágrönnum okkar í Færeyjum í laxeldi á landi og sjó. Að þessu sinni eru tveir Færeyingar sem eru með erindi á Strandbúnaði 2019. 

Veggspjöld
Sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld, kynna rannsóknaniðurstöður, þjónustu o.s.frv. en nánari upplýsingar er að finna HÉR. Nemendur geta fengið að vera með veggspjald án gjalds en þurfa að greiða ráðstefnugjald. 

Skráning
Skráning hefst um miðjan febrúar.

Málstofur á Strandbúnaði 2019


Strandbúnaður 2019 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn og föstudaginn 21. – 22. mars.

Málstofur á Strandbúnaði 2018
Unnið er að skipulagningu ráðstefnunnar og heiti einstakra málstofa er eftirfarandi:
1. Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?
2. Tækifæri í skeldýrarækt á Íslandi
3. Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar
4. Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks
5. Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi
6. Framfarir í laxeldi
7. Laxeldi í Norður Atlantshafi
8. Þróun í fiskeldi
9. Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)
10. Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)

Frekari upplýsingar á vef ráðstefnunnar:https://strandbunadur.is/