Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar (fylgiskjal 1) við drög að frumvarpi um lagareldi. Aðrar umsagnir má finna á samráðsgáttinni.
Jákvætt og neikvætt
Það er margt gott og jákvætt í frumvarp um lagareldi en annað þyrfti að útfæra betur. Það sem vekur sérstaka athygli:
- Flókið: Hve flókin útfærslan er og í því sambandi er m.a. bent á laxahluti (kafli VII), strok (VIII) og forsendubrest (64 gr.).
- Óréttlátt: Refsing með skerðingu leyfa/heimilda bitna einnig á starfsmönnum, þjónustuaðilum og nærsamfélaginu, s.s. vegna forsendubrests (64 gr.).
- Ekki dómtækt: Að refsiákvæði í sumum greinum frumvarpsins munu vart vera dómtæk ef málið fer fyrir íslenska dómstóla, s.s. ákveðnar greinar um strok (kafli VIII) og afföll (kafli IX).
- Óvissa: Oft er töluverð óvissa vegna fyrirhugaðra setningu reglugerða s.s. áhættumat erfðablöndunar (6 gr.), afmörkun smitvarnasvæða (11 gr.) og punktakerfi (58 gr.).
- Færa til eignar: Að vera með ótímabundin rekstrarleyfi (33 gr.), heimild til verðsetningar (120 gr.) og heimild til leigu laxahluta (kafli VII kafli) færir auðlindina íslenskir firðir nær því að teljast til eignar sem þá er í meirihlutaeigu erlendra fjárfesta.