Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar og Strandbúnaðarmálið

Sjávarútvegsþjónustan hefur sent inn umsögn við stefnumótun í lagareldi, nú um afmarkaða þætti málsins (fylgiskjal 1).

Hvatakerfið

Varðandi hvatakerfi með breytingu á framleiðsluheimildum eftir frammistöðu er bent á að laxeldisfyrirtækjunum í meirihlutaeigu erlendra aðila hafa sankað að sér framleiðsluheimildum á síðustu árum sem ekki eru nýttar að fullu. Niðurskölun framleiðsluheimilda mun því:

  • Íslensk fyrirtæki: Engu skila nema helst í skerðingu framleiðsluheimilda íslenskra fyrirtækja sem hafa sýnt hógværð við að sækja um framleiðsluheimildir á síðustu árum.
  • Nærsamfélagið: Bitna á nærsamfélaginu og þjónustuaðilum sem munu þrýsta á að heimildir verði minnkaðar sem minnst til að viðhalda störfum og tekjum.

Mun líklegra til árangurs eru sértækar aðgerðir með að láta laxeldisfyrirtækin greiða gjald og þannig kemur refsingin strax til framkvæmdar.

Read more… →

Stefnumótun í lagareldi: Aðgerðir sem bitna á nærsamfélaginu

Þann 4. október kynnti Matvælaráðuneytið stefnumótun fyrir lagareldi (fylgiskjal 1). Hér er um að ræða mun faglegri vinnu en í tilfelli stefnumótunar frá 2017 þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta voru leiðandi og vörðuðu leiðina sér og sínum til mikils fjárhagslegs ávinnings sem síðan var samþykkt á Alþingi Íslendinga á vorþingi 2019.  

Matvælaráðuneytið með heiðarleg vinnubrögð

Matvælaráðuneytið og þeir sem komu að skipulagningu þessarar stefnumótunar eiga heiður skilið fyrir að viðhafa heiðarleg vinnubrögð. Undirritaður hefur þó nokkrar athugasemdir og ábendingar og eru tvær þeirra teknar fyrir í fylgiskjali 2.

Read more… →

Fjárhagslegur ávinningur og þöggunin

Þegar farið er í vegferð að gagnrýna spillingu má ávallt gera ráð fyrir því að reynt verði að stoppa viðkomandi af með öllum mögulegum ráðum.  Í minni vegferð í Samfélagsverkefni gegn spillingu var alltaf gert ráð fyrir að þannig færi.  Í meðfylgjandi rannsóknaskýrslu er fjallað um afmarkað mál ,,Strandbúnaðarmálið og þöggunina“.

Mikilvægt er að skoða í samhengi við gagnrýni höfundar á spillingu sem átti  sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta vörðuðu leiðina til mikils fjárhagslegs ávinnings. Strandbúnaðarmálið er lítill hluti af því og í þessari rannsóknaskýrslu er ferli málsins rakið.

Skýrslan Strandbúnaðarmálið og þöggunin

Read more… →

Fjarlægja eldislax úr veiðiám – Ferli málsins

Á árinu 2016 lagði Háafell til í umhverfismati félagsins að norskættaður eldislax væri fjarlægður úr veiðiám, en undirritaður vann sem ráðgefandi aðili fyrir félagið í þeirri vinnu.

Erfðablöndun heimiluð í lögum

Hafrannsóknastofnun kom með tillögu um áhættumat erfðablöndunar á árinu 2017, starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi lagði til við stjórnvöld að væri innleitt og Alþingi Íslendinga festi í lög á árinu 2019.   Í stefnumótunarhópnum voru tveir fulltrúar erlendra fjárfesta.

Read more… →

Fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar svarað – Áhættumat erfðablöndunar

Hinn 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef  Hafrannsóknastofnunar og á sama tíma  grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni í Bændablaðinu undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt.  Verið er að svara grein undirritaðs í Bændablaðinu hinn 9. febrúar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar – Hvað næst?

Ragnari er þakkað fyrir að svar grein minni, þannig vekja athygli á málinu og gefa mér tækifæri til andsvars. Grein Ragnars og fréttatilkynningar Hafrannsóknastofnunar er m.a. svarað í sex greinum í Bændablaðinu og er allar að finna í fylgiskjölum með þessari frétt.  

Read more… →

Lög um fiskeldi, áhættumatið og erfðablöndun á villtum laxi

Í júlí 2023 gaf Hafrannsóknastofnun út skýrsluna ,,Erfðablöndun villts íslensks lax (salmo salar) og eldislax af norskum uppruna“.   Það voru rannsökuð sýni úr 89 veiðiám og áhersla lögð á svæði í nálægð við sjókvíaeldi.  Niðurstaðan var að erfðablöndun á villtum íslenskum laxi hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn.

Höfundur kom sem ráðgjafi að umhverfismati íslensks laxeldisfyrirtækis fyrir laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og þar var lagt til í umhverfismálum laxeldis á árinu 2016 það besta sem þekkist erlendis á þeim tíma. Tillögurnar voru síðan útfærðar betur við umsögn við fiskeldisfrumvarpið 2018 í takt við þá framþróun sem hafði átt sér stað í Noregi. Tillögurnar fólu í sér í stuttu máli vöktun skv. norskri fyrirmynd og að fjarlægja eldislax úr veiðiám fyrir hrygningu. Þessari leið var hafnað í áhættumati erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun á árinu 2017 sem starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi lagði síðan til við stjórnvöld.

Skýrslan í pdf formi

Read more… →