Strandbúnaðarmálið, þöggun og lög um fiskeldi

,,Strandbúnaðarmálið“ er áhugavert, fróðlegt og lærdómsríkt er varðar aðferðafræði við þöggun.   Það sem hefur einkennt viðbrögð við mína gagnrýni á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi er þöggun.  Strax eftir að að undirritaður sendi inn athugasemd við frumvarp um fiskeldi (fylgiskjal 1) fyrrihluta ársins 2019 hringdi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og fulltrúi í starfshópi  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, og fór fram að umsögn mín yrði dregin til baka.  Fljótlega á eftir fylgdi SMS ,,Þetta hefur eftirmála“.  Rafræn bók sem er verið að skrifa um málið hefur því fengið heitið Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“.  Áður en lögin um fiskeldi voru samþykkt var farið í manninn en eftir það er beitt aðferðafræðinni þöggun enda ekki góðan málstað að verja.  

Read more… →

Er refsivert að gagnrýna spillingu? – Vinnan framundan

Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt.  Málið snýst um meira en 100 milljarða króna fjárhagslegan ávinning.  Ítrekað hefur verið farið fram á opinbera rannsókn en því hefur verið svarað með þöggun.

Vinnan framundan

  • Gagnrýnin: Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.  Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stefnumótun sérhagsmuna laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila.  Af fræðimönnum er þessi aðferðafræði nefnd að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture).
Read more… →

Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir eru nú tileinkuð vinnubrögðunum við undirbúning og gerða laga um fiskeldi sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Í þessum blaði Fiskeldisfrétta er að finna í heild sinni allar greinar sem hafa verið birtar um þetta mál á tímabilinu frá október 2020 til lok ársins 2021.

Fiskeldisfréttir (pdf skjal) HÉR

Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana

Undirritaður hefur sent inn umsögn við áhættumati erfðablöndunar í umhverfismati áætlana.  

Vegna tímaskorts tókst ekki að klára umsögn í því formi sem stefnt var að.   Í því sambandi er þó bent á að fyrirséð er að undirritaður mun veita áhættumati erfðablöndunar andmæli á næstu árum og þá taka mun betur fyrir ýmsa þætti er varða áhættumatið.  

Áhættumat erfðablöndunar leggur til  umfangsmiklar framleiðsluheimildir  og  aðferðafræði sem  fela  í  sér  brot  á  ýmsum  lögum  og  í  raun  gefur  norskættuðum strokulöxum frjálsan aðgang að veiðiám á eldissvæðum til að hrygna með íslenskum  villtum löxum.  Það sorglega er að áhættumat erfðablöndunar er að valda skaða á  íslenskum laxastofnum á eldissvæðum og hefur lítið sem ekkert með umhverfisvernd að gera. Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild á Alþingi Íslendinga fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax með innleiðingu áhættumats erfðablöndunar.

Hægt er að sækja greinagerðina HÉR

Lög um fiskeldi og ólígarkar

Í fyrstu greininni af sextán í Morgunblaðinu var komist þannig að orði ,,undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga“.  Í greininni var rakið hvað hafði verið gert til að reyna að vekja athygli stjórnmálamanna á málinu án þess að þeir hefðu fyrir því að svara eða þakka fyrir ábendingarnar. Ítrekað hefur verið farið fram á að gerð verði opinber rannsókn m.a. beiðni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis, án þess að það hafi skilað árangri.

Greining (pdf skjal) í Morgunblaðinu HÉR

Erlent eignarhald í laxeldi og sjávarútvegi

Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá árinu 2017 var lagt til ,,að ekki verði settar sérstakar takmarkanir á erlent eignarhald í íslensku fiskeldi. Slíkar reglur myndu draga úr fjárfestingum erlendra aðila í fiskeldi hér á landi og þannig skapa óvissu um framþróun fiskeldis“.  Á þessum tíma voru laxeldisfyrirtæki með erlenda eignaraðild þá þegar komin í meirihlutaeigu útlendinga. Í rökstuðninginum var meðal annar bent á alþjóðlegar skuldbindingar að ekki væri heimilt að takmarka ,,fjárfestingar erlendra aðila á EES svæðinu“.   En er það þannig?

Pdf skjal af greininni sem birtist í Morgunblaðinu