Lög um fiskeldi – Að fanga ríkisvaldið og ná fjárhagslegum ávinningi

Málið varðar vinnubrögðin við undirbúning og gerða laga um fiskeldi þar sem fjársterkir hagsmunaaðilar mótuðu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hinn 17. október 2019 var birt auglýsing í Morgunblaðinu þar sem kallað var eftir opinberri úttekt á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi.  Samtals voru birtar fjórar auglýsingar án þess að það skilaði árangri.  Áður hafði m.a. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings verið sent bréf þar sem vakin var athygli nefndarinnar á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019 byggist að mestu á tillögum starfshópsins.

Rýniskýrslan og vöktun laxastofna

Sviðstjóri fiskeldissvið Hafrannsóknastofnunar svarar í hinn 10. september greinum mínu sem hafa birst í Bændablaðinu þar sem áhættumat erfðablöndunar hefur verið gagnrýnt.  Í grein sviðstjórans er í meginatriðum farið  inn á að skýra a) áhættumat sem stjórnatæki, b) vöktunaraðferðir og c) ritrýni áhættumatsins.  Í þessar grein verða teknir fyrir tveir seinni liðirnir.

Áhættumat erfðablöndunar í nýju föt keisarans

Allir þekkja ævintýrið um nýju fötin keisarans eftir H. C. Andersen. Þegar keisarinn gekk út á götu í nýju fötunum hrópaði lýðurinn hvað nýju fötin keisarans eru glæsileg og sitja vel.  Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert. En lítið barn hrópaði upp yfir sig: „En keisarinn er ekki í neinum fötum”. Málið varðar Áhættumat erfðablöndunar sem fyrst var gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017, starfshópur um stefnumótun í fiskeldi lagði til að notað væri sem stjórnsýslutæki og Alþingi staðfesti í lögum um fiskeldi árið 2019.

Áhættumat erfðablöndunar sem íslenska leiðin

Nú hafa verið birtar sjö greinar um áhættumat erfðablöndunar í Bændablaðinu og bent á ýmsa vankanta áhættumatsins og er stutta samantekt að finna í töflu 1.  Áhættumat erfðablöndunar var fyrst gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 og staðfest í lögum um fiskeldi árið 2019 og varð grunnur að úthlutun framleiðsluheimilda á frjóum laxi til fyrirtækja í meirihlutaeigu erlenda aðila.

Áhættumat erfðablöndunar og viðbrögð við slysasleppingum

Áhættumat erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 felur í sér að horfa, gera ekki neitt og mæla síðan tjónið.  Það gengur út á að leggja mat á hvort atburður hafi átt sér stað og grípa þá til aðgerða. Einu viðbrögðin eftir að ljóst er að eldislax hefur sloppið er að veiða við sjókvíar. Í Noregi þar sem búið er að glíma við áratuga langa erfðablöndun í villtum laxastofnum er áherslan á að koma í veg fyrir að eldislax nái að hrygna í veiðivötnum með að fjarlægja fiskinn. Gróflega má skipta veiðum á strokulaxi í fjögur þrep:

  • Veiðar við eldiskvíar.
  • Veiðar í sjó utan eldissvæða.
  • Hindra uppgöngu ósasvæðum.
  • Fjarlægja eldislax úr veiðivatni um haustið fyrir hrygningu.

Áhættumat erfðablöndunar og vöktun laxastofna

Vöktun er mikilvæg til að fylgjast með því hvort eldislax sé að ganga upp í veiðiár og er grunnforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Hafrannsóknastofnun hefur ekkert minnst á haustvöktun og lætur þannig hjá líða að upplýsa stjórnvöld um virkustu vöktunaraðferðina sem er forsendan fyrir því að hægt verði að meta hlutfall eldislaxa í veiðivötnum hér á landi á hagkvæman og skilvirkan hátt.  Haustvöktun gengur út á að kafað er í veiðiár að hausti og taldir villtir laxar og eldislaxar.