Áhættumat erfðablöndunar – Of fá veiðivötn skilgreind

Forsendur eru vafasamar eða beinlínis rangar í Áhættumati erfðablöndunar sem samþykkt var með lögum frá Alþingi Íslendinga árið 2019. Tvær mikilvægar lykilforsendur er verulega ábótavant í Áhættumati erfðablöndunar sem gerir niðurstöður úr líkaninu marklausar, en þær eru:

  • Dreifing strokulaxa er mun minni en gert er ráð fyrir.
  • Veiðivötn með laxalykt sem strokulax gengur upp í eru mun fleiri en gert er ráð fyrir.

Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur m.a. fram er varðar að vinna gegn spillingu á lágu stigi að mikilvægt er að gæta sérstaklega að þremur þáttum í samskiptum við hagsmunaaðila:

  • Vera hafið yfir allan vafa að jafnræði ríki um aðkomu hagsmunaaðila.
  • Tryggja að ekki sé hægt að halda því fram að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almannahagsmuni.
  • Ríkja gagnsæi um aðkomu hagsmunaaðila, þar á meðal um samskipti við ráðherra, þingmenn og opinbera starfsmenn. 

Áhættumat erfðablöndunar – Hver passar upp á íslenska náttúru?

Málið varðar Áhættumat erfðablöndunar sem fyrst var gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 og endurskoðað árið 2020.  Um 1.000 eldislaxar voru fjarlægðir úr norskum laxveiðiám á síðasta ári. Lesa meira

Sjókvíaeldi laxfiska: Draga úr kostnaði og ná fjárhagslegum ávinningi

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi ber merki um skammtímahugsun þar sem fjárhagslegur ávinningur er drifkrafturinn. Margar tillögur í skýrslu starfshópsins, leidda af stjórnarformönnum Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, endurspeglast í nýlegum breytingum á lögum um fiskeldi.  Hér verður fjallað um nokkur atriði sem ganga út á að draga úr kostnaði laxeldisfyrirtækjanna. Lesa meira

Tryggja sér eldissvæði með óraunhæfum ófrjóum eldislaxi

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sem voru búnir að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sem fékk það verkefni að gera stefnumótun fyrir fiskeldi.  Eitt af verkefnum þeirra var að koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald. ….. Lesa meira

Ný dagsetning fyrir Strandbúnað 2020

Ný dagsetning
Strandbúnaður 2020 verður haldinn mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október. 

Sami ráðstefnustaður
Engin breyting hefur verið gerð á ráðstefnustað og verður Strandbúnaður á Grand Hótel Reykjavík. 

Dagskrá
Það var búið að birta dagskránna á vef ráðstefnunnar vegna ráðstefnu sem átti að halda seinnihluta þessarar viku. Eflaust má gera ráð fyrir einhverjum breytingum á dagskránni og verður það þá kynnt seinna. 

Vefsíða Strandbúnaðar