Fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar svarað – Áhættumat erfðablöndunar

Hinn 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef  Hafrannsóknastofnunar og á sama tíma  grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni í Bændablaðinu undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt.  Verið er að svara grein undirritaðs í Bændablaðinu hinn 9. febrúar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar – Hvað næst?

Ragnari er þakkað fyrir að svar grein minni, þannig vekja athygli á málinu og gefa mér tækifæri til andsvars. Grein Ragnars og fréttatilkynningar Hafrannsóknastofnunar er m.a. svarað í sex greinum í Bændablaðinu og er allar að finna í fylgiskjölum með þessari frétt.  

,,Hann klykkir út með því að vitna í umsögn þess eðlis að með lögfestingu áhættumatsins hafi verið gefin lagaheimild til þess að erfðablanda íslenskan lax“

Svar í greininni: Lögfesta erfðablöndunar á laxi (fylgiskjal 1)

,,Valdimar fullyrðir jafnframt að áhættumatið hafi lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og að litlum veiðiám sé fórnað til þess eins að geta veitt erlendum aðilum eldisheimildir“

Svar í greininni:  Áhættumatið og litlu veiðiárnar (fylgiskjal 2)

,,Valdimar ýjar jafnframt að því að annarleg sjónarmið og spilling hafi ráðið för við

úthlutun eldisheimilda“

Svar í greininni: Áhættumatið og annarleg sjónarmið (fylgiskjal 3)

,,Lokun fyrir laxeldi í innri hluta Ísafjarðardjúps túlkar Valdimar sem beina aðför að hagsmunum fyrirtækja í íslenskri meirihlutaeigu“

Svar í greininni: Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum (fylgiskjal 4)

Í grein Ragnars er vísað til reiknilíkanna, stuðla, forsenda og vöktunar sem margir leikmenn eiga erfitt með að skilja.

Útskýringar í greininni: Áhættumatið, forsendurnar og vöktunin (fylgiskjal 5)

,,Valdimar sakar meðal annars Hafrannsóknastofnun um að ganga erinda erlendra fyrirtækja í þeim tilgangi að tryggja íslenskum fulltrúum þeirra mikinn fjárhagslegan ávinning“

Svar í greininni: Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur (fylgiskjal 6)

Bændablaðinu er þakkað fyrir að birta greinarnar.  Þær er einnig hægt að sækja á bbl.is á slóðinni: https://www.bbl.is/leita?q=Valdimar+Ingi+Gunnarsson+

Það sem eftir stendur og ítarlegri svör verður að finna í óbirtri rannsóknaskýrslu undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar, tillögur, gagnrýnin og staðan.  Útgáfa skýrslunnar hefur tafist vegna frestunar á endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar 2023 langt fram yfir lögbundinn tíma sem hefði átt að vera maí síðastliðinn.