Á árinu 2016 lagði Háafell til í umhverfismati félagsins að norskættaður eldislax væri fjarlægður úr veiðiám, en undirritaður vann sem ráðgefandi aðili fyrir félagið í þeirri vinnu.
Erfðablöndun heimiluð í lögum
Hafrannsóknastofnun kom með tillögu um áhættumat erfðablöndunar á árinu 2017, starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi lagði til við stjórnvöld að væri innleitt og Alþingi Íslendinga festi í lög á árinu 2019. Í stefnumótunarhópnum voru tveir fulltrúar erlendra fjárfesta.
Áhættumatið bíður upp á erfðablöndun
Áhættumat erfðablöndunar er úthlutunarkerfi fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila og hefur lítið sem ekkert með umhverfisvernd að gera. Hér áður fyrr var farið í veiðiár og norskættaður eldislax fjarlægður til að lágmarka erfðablöndun. Með tilkomu áhættumats erfðablöndunar var því hætt og þannig boðið upp á að norskættaður eldislaxi gæti hrygnt með íslenskum laxi.
Á nú að fjarlægja eldislax?
Nú er komið inn í umræðuna að fjarlægja norskættaðan eldislax úr veiðiám til að lágmarka erfðablöndun. Umræðan kemur inn að krafti vegna slysasleppingar hjá Arctic Sea Farm þar sem eldislax frá félaginu hefur gengið upp í fjölmargar veiðiár. Það var aðeins tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast og hefði geta verið annað laxeldisfyrirtæki.
Unnið á móti
Það hafa því miður ýmsir aðilar unnið á móti því að eldislax væru fjarlægðir úr veiðiám enda getur því fylgt verulegur kostnaður. Þeim hefur orðið verulega ágengt á síðustu árum enda unnið að krafti með lobbýisma og öðrum ráðum. Það er full ástæða að kortleggja hverjir voru á móti því að eldislax væri fjarlægður úr veiðiám, ástæðuna fyrir því og ávinning.
Hvað næst?
Þær tillögur um mótvægisaðgerðir eða viðbrögð sem hafa komið fram í fjölmiðlum eru í takt við tillögur í umsögn Háafells við fiskeldisfrumvarpið á árinu 2018. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort menn vinna að fullri alvöru að fjarlægja eldislax úr veiðiám á næstu vikum. Það verklag sem Háafells lagði til á árunum 2016 og 2018 á síðan eftir að festa í sessi með að setja inn ákvæði í lög og reglugerðir ef það er ætlunin að vinna faglega og að fullum heilindum á næstu árum.
Fjölmiðlar viðhafi rannsóknablaðamennsku
Í viðhengi er að finna Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla nr. 6. Fjarlægja eldislax úr veiðiám – Ferli málsins. Fjölmiðlar eru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína. Vonandi geta meðfylgjandi og önnur gögn sem ykkur hafa verið send nýst við þá vinnu.