Laxalús, sjókvíaeldi og íslenskir hagsmunir

Nýlega hafa verið birtar sex greinar í Bændablaðinu um laxalús, sjókvíaeldi og villta laxfiskastofna.. Vonandi stuðla þessar greinar til gerð regluverks sem tekur mið af umhverfisvernd sem til lengri tíma litið er allra hagur.

  1. Laxalús, notkun lyfja og umhverfisáhrif. Bændablaðið 10.07.2025.
  2. Laxalús og mótvægisaðgerðir. Bændablaðið 26.06.2025.
  3. Laxalús, viðmið og fjarlægðarmörk. Bændablaðið 12.06.2025.
  4. Laxalús og villtir laxfiskar. Bændablaðið 29.05.2025.
  5. Laxalúsafár, regluverkið og upplýsingagjöf. Bændablaðið 15.05.2025.
  6. Laxalús, sjókvíaeldi og villtir laxfiskastofnar.  Bændablaðið 01.05.2025.
Read more… →

Laxalús, sjókvíaeldi og villtir laxfiskastofnar

Laxalús er stærsta viðfangsefni sjókvíaeldis á Vestfjörðum er snýr að umhverfismálum. Sjávarhiti er óhagstæður fyrir laxalúsina á Austfjörðum og finnst hún þar í mjög litlum mæli. Þrátt fyrir að á Vestfjörðum séu ekki kjöraðstæður fyrir lúsina hafa þar komið upp mjög alvarleg tilvik sem vakið hafa athygli út fyrir landsteina.

Öll greinin HÉR

Áhættumat erfðablöndunar, úttektin og gagnrýnin

Hinn 9. febrúar 2023 birti höfundur í Bændablaðinu greinina ,,Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?“. Greininni var svarað af sérfræðingi Hafrannsóknastofnunar og það vakti síðan sérstaka athygli að málinu var fylgt eftir með fréttatilkynningu á vef stofnunarinnar. Í fylgiskjali 1 með þessum tölvupósti er að finna annan hluta þar sem málið er rakið frá byrjun ársins 2023.

Read more… →

Ársskýrsla samfélagsverkefnis gegn spillingu 2024

 Í fylgiskjali 1 er Ársskýrsla samfélagsverkefnis gegn spillingu 2024. Skýrslan gefur gott heilstætt yfirlit yfir verkefni ársins 2024 og jafnframt það helsta sem gerist í málefnum laxeldis á árinu er varðar umhverfismál, frumvarp um lagareldi o.fl.  

Nýtt frumvarp um lagareldi var stærsta mál laxeldis á síðasta ári. Það kemur á óvart að erlendir fjárfestar eða fulltrúar þeirra virðast ennþá hafa mikil áhrif á stefnumótandi ákvarðanir stjórnvalda með beina eða óbeina aðkomu að skrifum á lagatexta er varða þeirra fjárhagslegu hagsmuni.

Fylgiskjali 1. Ársskýrsla samfélagsverkefnis gegn spillingu 2024.

Ábending til Samkeppniseftirlitsins og lagareldisfrumvarpið

Ábending til Samkeppniseftirlitsins

Málið varðar aðgangshindranir og samkeppnishömlur sem settar hafa verið í lög og reglugerðir fiskeldis og fyrirhugað er að gera í frumvarpi um lagareldi til hagsbóta fyrir laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila. Það er búið að að blokkera eldissvæði/firði með það að yfirskyni að það eigi að hefja eldi á ófrjóum  laxi til að hindra aðgengi nýrra aðila og leggja til hagstætt úthlutunarkerfi með samkeppnishömlunum til að tryggja hagsmuni núverandi rekstrarleyfishafa.

Hér er hægrt að sækja PDF skjalið

Til fjárhagslegs ávinnings

Þrjár greinar sem fjalla um hvernig unnið hefur verið að fjárhaglegum ávinningi fámenns hóps í gegnum stefnumótun stjónvalda og setningu laga allt frá árinu 2017. Jafnframt er fjallað um fjárhaglegan ávinning fámenns hóps ef frumvarp um lagareldi nær fram að ganga á næsta þingi. 

  1. Frumvarp um lagareldi: Flutningur og framsal til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 25.06.2024.
  2. Frumvarp um lagareldi: Útboð á svæðum og heimildum. Morgunblaðið 15.06.2024.
  3.  Frumvarp um lagareldi: Til fjárhagslegs ávinnings. Morgunblaðið 04.06.2024