Margir firðir á Íslandi gefa gott skjól til sjókvíaeldis og eru að því leyti auðlind eins og önnur gæði sjávarins. Til að leggja grunn að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir útlendinga þurfti að semja leikreglur sem hentuðu erlendum fjárfestum. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra aðila við uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi á Íslandi. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.
Category Archives: Lög og reglugerðir
Lög um fiskeldi – Arnarlax ,,kassaði“ inn tugum milljarða með lobbýisma og spilltri stjórnsýslu
Nú hefur höfundur skrifaðar ellefu greinar í Morgunblaðið um spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi þar sem gerendur hafa haft að leiðarljósi mikinn fjárhagslegan ávinning. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð nefnast að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture) og það sorglega er að þeim virðist hafa verið viðhaldið eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi sumarið 2019.
Greinin í Morgunblaðinu 28.06.2021
Litlu laxastofnunum fórnað til að auka framleiðsluheimildir á frjóum eldislaxi
Hinn 25. ágúst 2020 var lögð fram á Alþingi skýrsla óháðrar nefndar með erlendum og íslenskum sérfræðingi þar sem tekið var fyrir áhættumat erfðablöndunar. Skýrslan ber heitið ,,Skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um niðurstöður óháðrar nefndar um athugun á aðferðarfræði, áhættumati og greiningum á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“. Vísindanefnd sem fékk það hlutverk að rýna áhættumat erfðablöndunar fékk ekki upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um minni veiðiárnar. Á Vestfjörðum eru a.m.k. 23 veiðiár þar sem villtur lax hrygnir þó í mjög mismunandi umfangi (tafla 1).
Litlu laxastofnanir sem á að fórna
Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur sérhagsmunaaðila ásamt opinberum starfsmönnum. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu árið 2017 sem var grunnur að lögum um fiskeldi sem samþykkt voru á árinu 2019. Í vinnu stefnumótunarhópsins er hugað að sérhagsmunum, þar sem drifkrafturinn var að tryggja hagsmuni stærri laxeldisfyrirtækja og stærri veiðifélaga. Fulltrúum almennings s.s. sveitafélaga var haldið frá og lítið sem ekkert tekið tillit til þeirra athugasemda og ábendinga í ferlinu fram að því að lögum um fiskeldi voru samþykkt. Niðurstaðan var að áhættumat erfðablöndunar var innleitt með lögum um fiskeldi á árinu 2019 sem fól m.a. í sér að litlu laxastofnunum á eldissvæðum var fórnað. Meginhlutverk áhættumats erfðablöndunar er að tryggja framleiðsluheimildir fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila.
Lög um fiskeldi – Að fanga ríkisvaldið og ná fjárhagslegum ávinningi
Málið varðar vinnubrögðin við undirbúning og gerða laga um fiskeldi þar sem fjársterkir hagsmunaaðilar mótuðu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hinn 17. október 2019 var birt auglýsing í Morgunblaðinu þar sem kallað var eftir opinberri úttekt á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Samtals voru birtar fjórar auglýsingar án þess að það skilaði árangri. Áður hafði m.a. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings verið sent bréf þar sem vakin var athygli nefndarinnar á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019 byggist að mestu á tillögum starfshópsins.
Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?
Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur m.a. fram er varðar að vinna gegn spillingu á lágu stigi að mikilvægt er að gæta sérstaklega að þremur þáttum í samskiptum við hagsmunaaðila:
- Vera hafið yfir allan vafa að jafnræði ríki um aðkomu hagsmunaaðila.
- Tryggja að ekki sé hægt að halda því fram að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almannahagsmuni.
- Ríkja gagnsæi um aðkomu hagsmunaaðila, þar á meðal um samskipti við ráðherra, þingmenn og opinbera starfsmenn.