Málið varðar vinnubrögðin við undirbúning og gerða laga um fiskeldi þar sem fjársterkir hagsmunaaðilar mótuðu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hinn 17. október 2019 var birt auglýsing í Morgunblaðinu þar sem kallað var eftir opinberri úttekt á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Samtals voru birtar fjórar auglýsingar án þess að það skilaði árangri. Áður hafði m.a. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings verið sent bréf þar sem vakin var athygli nefndarinnar á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019 byggist að mestu á tillögum starfshópsins.
Pages: 1 2