Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur m.a. fram er varðar að vinna gegn spillingu á lágu stigi að mikilvægt er að gæta sérstaklega að þremur þáttum í samskiptum við hagsmunaaðila:
- Vera hafið yfir allan vafa að jafnræði ríki um aðkomu hagsmunaaðila.
- Tryggja að ekki sé hægt að halda því fram að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almannahagsmuni.
- Ríkja gagnsæi um aðkomu hagsmunaaðila, þar á meðal um samskipti við ráðherra, þingmenn og opinbera starfsmenn.
Pages: 1 2