Litlu laxastofnunum fórnað til að auka framleiðsluheimildir á frjóum eldislaxi

Hinn 25. ágúst 2020 var lögð fram á Alþingi skýrsla óháðrar nefndar með erlendum og íslenskum sérfræðingi þar sem tekið var fyrir áhættumat erfðablöndunar.  Skýrslan ber heitið ,,Skýrsla  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um niðurstöður óháðrar nefndar um athugun á aðferðarfræði, áhættumati og greiningum á fiskeldisburðarþoli á vegum Hafrannsóknastofnunar“Vísindanefnd sem fékk það hlutverk að rýna áhættumat erfðablöndunar fékk ekki upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um minni veiðiárnar.   Á Vestfjörðum eru a.m.k. 23 veiðiár þar sem villtur lax hrygnir þó í mjög mismunandi umfangi (tafla 1).