Litlu laxastofnanir sem á að fórna

Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur sérhagsmunaaðila ásamt opinberum starfsmönnum. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu árið 2017 sem var grunnur að lögum um fiskeldi sem samþykkt voru á árinu 2019.  Í vinnu stefnumótunarhópsins er hugað að sérhagsmunum, þar sem drifkrafturinn var að tryggja hagsmuni stærri laxeldisfyrirtækja og stærri veiðifélaga. Fulltrúum almennings s.s. sveitafélaga var haldið frá og lítið sem ekkert tekið tillit til þeirra athugasemda og ábendinga í ferlinu fram að því að lögum um fiskeldi voru samþykkt.  Niðurstaðan var að áhættumat erfðablöndunar var innleitt með lögum um fiskeldi á árinu 2019 sem fól m.a. í sér að litlu laxastofnunum á eldissvæðum var fórnað.  Meginhlutverk áhættumats erfðablöndunar er að tryggja framleiðsluheimildir fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila.