Category Archives: Fiskeldisfréttir

Fiskeldisfréttir apríl 2017

Á árinu 2016 voru Fiskeldisfréttir gefnar út á um tveggja mánaða fresti og prentuðu eintaki dreift til allra fiskeldisstöðva. Á þessu ári verður dregið úr útgáfunni og prentuðu eintak ekki dreift a.m.k. fyrrihluta ársins.  Nú er aðeins ein grein í Fiskeldisfréttum og er fjallað um laxalús sem hefur verið allnokkur í umræðunni. Ástæðan þess að umsvif Fiskeldifrétt verða minni í ár er að erfiðlega hefur gengið að fá menn til að skrifa í blaðið og hefur verið tap á því. Jafnframt er orðinn of mikill ágangur í styrki og auglýsingar frá þjónustufyrirtækjum, sérstaklega með tilkomu vettvangsins Strandbúnaður.

 

Sækið nýjasta eintak af Fiskeldisfréttum hér.

 

 

Fiskeldisfréttir desember 2016

Strandbúnaður, hvað er nú það? Í þessum Fiskeldisfréttum verður m.a. sagt frá Strandbúnaði.
Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Hlutverk vettvangsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun. Fyrsta verkefni Strandbúnaðar er að halda ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017.
Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.
Efnisyfirlit Fiskeldisfrétta að þessu sinni:
Lesa meira

Fiskeldisfréttir í júní 2016

Fiskeldisfréttir Forsiða 03.05.2016Fiskeldisfréttir koma út á tveggja mánaðar fresti og birtist hér þriðja tölublað ársins 2016.

Hægt er að fá sent rafrænt eintak við útgáfu með að senda beiðni um það í tölvupósti á valdimar@sjavarutvegur.is

Fiskeldisfréttir hafa verið gefnar út allt frá árinu 2009 fyrst sem hluti af Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál og frá árinu 2011 sem sérstakt veftímarit og frá árinu 2016 hafa Fiskeldisfréttir einnig verið gefnar út í prentuðu formi sem sent hefur verið til allra lagareldisstöðva og styrktaraðila. Lesa meira