Sjókvíaeldi laxfiska – Vinnubrögð stjórnmálamanna og stjórnsýslunnar

Undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga.

Síðastliðið vor var öllum alþingismönnum sent bréf þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákv. tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga.

Ferlið fram að þessu

Það hafa verið reyndar ýmsar leiðir til að ná framgangi í málið:

  1. Þann 29. mars 2019 voru sendar athugasemdir til Alþingi Íslands vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
  2. Þann 20. maí 2019 var sendur tölvupóstur til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.  Allir alþingismenn fengu afrit af póstinum. Beiðni um opinbera úttekt hefur síðan verið ítrekuð nokkrum sinnum við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd án árangurs.
  3. Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt.
  4. Þann 11. júní 2019 var send fréttatilkynning til fjölmiðla og þar sem þeir voru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál.
  5. Þann 17. október 2019 var byrjað að auglýsa í fjölmiðlum og kallað eftir viðbrögðum frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  6. Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis um opinbera úttekt og jafnframt bent á vafasöm vinnubrögð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Hver tekur út vinnubrögð nefnda Alþingis?

Sendir hafa verið fjölmargir tölvupóstar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og jafnframt auglýst eftir viðbrögðum í fjölmiðlum án þess að þeim hafi verið svarað sem er ámælisvert og hvorki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga né vandaða stjórnsýsluhætti.  Umboðsmanni Alþingis var bent á vinnubrögð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og í svari hans kemur fram að embættið hafi ekki heimild til að taka störf nefndarinnar til athugunar og lagði til að leitað væri til Alþingis með athugasemdirnar.  Samskipi við Alþingi hafa fram að þessu ekki skilað miklum árangri og eru ekki miklar væntingar um að breyting verði á því.

Það á að reyna að þegja málið í hel

Umboðsmaður Alþingis hefur sýnt þá kurteisi að svara en það sama er ekki hægt að segja um stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd.  Viðbrögð stjórnsýslu- og eftirlitnefndar vekja eiginlega meiri undrun en málið sjálft og vakna spurningar um hvaða vinnu- og siðarreglur nefndin vinnur eftir.  Snemma var ákveðið í minni vinnu að fara hefðbundnar leiðir til að koma mínum athugasemdum á framfæri.  Allir eiga að hafa sömu möguleika að koma sínum athugasemdum á framfæri óháð bakgrunni eða tengsla í gegnum formlega ferla. Of mikil tengsli, skapar of mikla nánd og getur stuðlað að óheppilegu hagsmunapoti og spillingu.

Óheppilegt ferli

Það var svo sem búið að vara höfund við því að lítil eða engin viðbrögð fengjust, m.a. af stjórnmálafræðingum. Það var þó ákveðið að láta á málið reyna.  Í umræðunni var bent á að eina sem dygði væri að stíga fram og fá kröftuga umfjöllun um málið í fjölmiðlum. Það var þó ákveðið að reyna að halda sig við málefnalega umræðu án æsifréttamennsku. Þar sem fjölmiðlar hafa ekki viljað taka að sér rannsóknablaðamennsku um þetta mál hefur höfundur ákveðið að taka það hlutverk að sér. Skrifa greinar í fjölmiðla til að upplýsa almenning, stjórnsýsluna og vonandi einhverja stjórnmálamenn.  Þessi greinaskrif geta því miður haft neikvæð skammtímaáhrif á íslenskt fiskeldi en það er mín skoðun að ýmislegt þurfi að segja sem mun hafa jákvæð áhrif á greinina til lengri tíma litið.

Greinaskrif

Fyrst í stað verður áhersla á að taka fyrir vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð til að tryggt ákveðnum aðilum fjárhagslegan ávinning.  Á seinni stigum verður m.a. fjallað um umhverfismál sem tengjast  breytingum á fiskeldislögunum. Staðreyndin er sú að með breytingum á lögum á fiskeldi stöndum við að baki nágrannalöndum í umhverfismálum þó öðru sé haldið fram af sumum stjórnmálamönnum. 

Lesa meira í Morgunblaðinu 14. janúar 2020

Greinin í heild sinni (pdf skjal)